Ása Kristinsdóttir (Reyni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ása Sigríður Kristinsdóttir.

Ása Sigríður Kristinsdóttir frá Reyni við Bárustíg 5, húsfreyja fæddist 14. febrúar 1930 í Neskaupstað og lést 16. apríl 2019 á heimili dóttur sinnar í Danmörku.
Foreldrar hennar voru Kristinn Ólafsson lögfræðingur, bæjarstjóri, bæjarfógeti, fulltrúi sýslumanns, f. 21. nóvember 1897 í Reykjavík, d. 18. október 1959, og kona hans Jóna Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1907 á Vegamótum, d. 4. október 2005.

Börn Jónu og Kristins:
1. Ása Sigríður Kristinsdóttir Gudnason, húsfreyja í Danmörku, f. 14. febrúar 1930, d. 16. apríl 2019. Maður hennar Christian H. Gudnason prófessor.
2. Birgir Kristinsson símvirki, vélstjóri í Reykjavík, f. 13. maí 1931, d. 13. mars 2018. Kona hans Margrét Jóhannsdóttir.
3. Edda Kristinsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1933. Maður hennar Theódór Diðriksson, látinn.
4. Ólafur Haukur Kristinsson skrifstofumaður í Reykjavík, síðan í Frakklandi, f. 14. mars 1937. Fyrri kona hans Eirný Sæmundsdóttir, látin. Síðari kona hans Veronique Pasquier.
5. Kristín Kristinsdóttir kennari, f. 1. maí 1946. Fyrrum maður hennar Einar H. Guðmundsson kennari.

Ása var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1937 og til Hafnarfjarðar 1944.
Hún varð gagnfræðingur í Flensborgarskóla, stundaði nám í húsmæðraskóla í Silkiborg í Danmörku 1950.
Ása vann ýmis störf í Hafnarfirði og Reykjavík.
Þau Christian giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Lyngby, síðan í Hörsholm við Kaupmannahöfn.
Christian lést 2009 og Ása 2019.

I. Maður Ásu, (21. desember 1952), var Christian H. Gudnason prófessor í verkfræði, f. 29. nóvember 1921, d. 8. október 2009. Faðir hans var Ólafur Guðnason, austfirskur, steinsmiður, múrari, f. 29. október 1888, d. 1952, en móðir hans var Nina af norsku bergi.
Börn þeirra:
1. Kristín Gudnason, f. 18. mars 1953. Maður hennar Michael Kvium.
2. Olav Gudnason, f. 18. júní 1954. Kona hans Agnete Gudnason.
3. Edda Gudnason, býr í Israel, f. 7. júní 1957. Maður hennar Yarom Vardimon.
4. Birgitta Gudnason, f. 6. apríl 1966. Maður hennar Mats Krogsgaars Thomsen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.