Ingi T. Björnsson (skattstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingi Tómas Björnsson frá Neskaupstað, viðskiptafræðingur, fyrrum skattstjóri fæddist í Grænuborg þar 11. september 1946.
Foreldrar hans voru Inga Lára Ingadóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1927, d. 28. maí 2009, og maður hennar Björn Guðnason vélvirki, vélstjóri, f. 12. maí 1916, d. 3. mars 1975.

Ingi var með foreldrum sínum.
Hann lauk 2. bekk gagnfræðaskólans í Neskaupstað, en landsprófi að Eiðum 1962, varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1966, viðskiptafræðingur í Háskóla Íslands 1972.
Ingi vann hjá Félagsstofnun stúdenta í Reykjavík 1972-1973.
Þau Brynhildur fluttu til Eyja 1973. Hann var aðalbókari hjá Bænum til 1978, er hann var skipaður skattstjóri. Því starfi gegndi hann til 2010, er skattaumdæminn voru færð á eina hendi, en þá varð hann skrifstofustjóri skattstofunnar í Eyjum til 2016, vann síðan á henni í hlutastafi til 2018.
Þau Brynhildur giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið við Sóleyjargötu í Eyjum.

I. Kona Inga, (5. apríl 1969), er Brynhildur Friðriksdóttir frá Hóli við Miðstræti 5a, húsfreyja, myndlistarmaður, f. 2. september 1948.
Börn þeirra:
1. Inga Lára Ingadóttir ráðgjafi á Vogi í Reykjavík, f. 31. október 1969. Barnsfaðir hennar Kjartan Þór Ársælsson. Fyrrum maður hennar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður.
2. Magni Freyr Ingason tónlistar- og myndlistarmaður, f. 9. október 1977, ókvæntur.
3. Eva Lind Ingadóttir læknir, f. 11. nóvember 1982, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.