Efnisyfirlit 1978
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:
Húsanöfn í Vestmannaeyjum
Frá upphafi fastrar byggðar í Vestmannaeyjum var hverju íbúðarhúsi gefið nafn, sem húsbyggjandinn valdi oft frá æskustöðvum sínum. Stundum kaus hann á íbúðarhúsið sitt nafnið á æsku- eða bernskuheimili sínu, t.d. nafn jarðarinnar þar sem hann hafði alizt upp. Stundum fékk konan að ráða
húsnafninu og valdi húsinu þá nafn frá æskusveit sinni.
Á seinni árum hefur þessi siður fallið niður og hvert íbúðarhús í kaupstaðnum fær númer í stað nafns. Við þessu er ekkert að segja, en það er sögulegt atriði, að einhvers staðar sé til skrá yfir þessi húsanöfn, sem óðum eru að hverfa, — skrá, sem almenningur hefur greiðan aðgang að til fróðleiks og ánægju. Þess vegna birtir Blik, ársrit Vestmannaeyja, þessa skrá hér að þessu sinni.
Það er ætlan mín, að Byggðarsafn Vestmannaeyja hafi til nota heildarkort af Vestmannaeyjakaupstað, þar sem fólk getur áttað sig á því, hvar hin númeruðu íbúðarhús hafi staðið, þó að þau séu mörg hver horfin af sjónarsviðinu. Samtals eru þetta um 460 húsanöfn.
Fyrsti maður í Eyjum, sem hóf að safna þessum nöfnum, var frú Ingibjörg húsfreyja Jónsdóttir í Þórlaugargerði. Hún gaf undirrituðum skrá sína og síðan hefi ég haldið þessu starfi hennar áfram með hjálp velviljaðra manna. Þá hefi ég einnig borið þessa skrá saman við húsanafnaskrá bæjarfélagsins, sem byggingarfulltrúinn Valtýr Snæbjörnsson hefur góðfúslega lánað mér. Finni lesendur okkar villur í skrá þessari, eru þeir vinsamlegast beðnir að koma leiðréttingu til mín, því að alltaf skal hafa það heldur, sem sannara reynist.
- Þ.Þ.V.
1 |
Austurvegur (Áður hét stígur þessi Vilborgarstaðavegur).
|
Nr. |
|
5 |
Laufás
|
24 |
Svanhóll
|
26 |
Háigarður (Ein af Vilborgarstaðajörðunum)
|
28 |
Hlaðbær (Ein af Vilborgarstaðajörðunum)
|
29 |
Vilborgarstaðir (Miðhlaðbær)
|
30 |
Skáli (Áður jarðarhús á Vilborgarstöðum)
|
31 |
Vilborgarstaðir (Norðurbær)
|
33 |
Vallartún
|
2 |
Ásavegur
|
Nr. |
|
2 |
Holt
|
10 |
Hoffell
|
11 |
Sóli
|
33 |
Vesturhús vestri (Jarðarhús, sem var rifið 1971)
|
35 |
Vesturhús eystri (Jarðarhús, sem var rifið til grunna 1969)
|
3 |
Bakkastígur
|
Nr. |
|
1 |
Höfn (Norðar og vestar en þetta hús stóðu Miðhús (jarðarhús)
|
5 |
Einbúi
|
8 |
Gjábakki vestari (Jarðarhús)
|
10 |
Sætún
|
17 |
Gjábakki eystri (Jarðarhús)
|
19 |
Brimnes
|
4 |
Bárustígur
|
Nr. |
|
2 |
Drífandi (Verzlunarhús Kaupfélagsins Drífanda frá 1921—1931.
Sjá Blik 1976, bls. 13—44)
|
3 |
Verzlunarhús frú Önnu Gunnlaugsson. Áður var þar Verzlun E. Jakobsen
(Sjá Blik 1972, bls. 132)
|
5 |
Reynir
|
6 |
Verzlunarhús Kaupfélags Vestmannaeyja. Kaupfélag Eyjabúa hóf byggingu þessa húss árið 1933. Stuttu síðar geispaði það golunni. Þá keypti Kaupfélag verkamanna tóftina af Útvegsbanka Íslands. Það var árið 1934.
Það flutti síðan verzlun sína í hið nýbyggða hús árið 1939. Þegar Kaupfélag Vestmannaeyja var stofnað á rústum K/f verkamanna árið 1950, keypti það verzlunarhús þetta af S.Í.S.
|
7 |
Verzlunarhús Kaupfélags Vestmannaeyja. Áður átti Neytendafélag Vestmannaeyja þetta hús og rak þar verzlun sína. Þegar stjórnendur þess gáfust upp við reksturinn og fengu K/f Vestmannaeyja til þess að yfirtaka fyrirtækið „með húð og hári“, skuldum og eignum, varð húsið eign þess.
|
9A |
Hólshús
|
9B |
Hólshús (Gamla tómthúsið)
|
11 |
Bifröst
|
13 |
Vík
|
14 |
Múli
|
15 |
Bygging Sparisjóðs Vestmannaeyja og norðan við hana með sama númeri verzlunarhús Verzlunarinnar. Árið 1923 byggði aðventistapresturinn Olsen á lóð þessari hið svokallaða Baðhús til þrifa og heilsubóta Eyjabúum og vertíðarfólki. Þetta var mikilvægt og markvert menningarframtak í bænum með því að baðtæki voru sjaldgæf þá í heimilum Eyjafólks og aðstaða til slíkra þrifa ekki algeng.
Sparisjóður Vestmannaeyja keypti syðri hluta baðhússins með lóðarréttindum árið 1959, braut til grunna hið gamla baðhús, sem þá hafði ekki verið í notkun um árabil, og byggði þar Sparisjóðsbygginguna í kaupstaðnum á árunum
1960—1964. Síðar byggðu hjónin frú Sigurbjörg Ólafsdóttir og Magnús Kristjánsson verzlunarhús við norðurgafl Sparisjóðsbyggingarinnar, þar sem Verzl. Mozart er nú til húsa.
|
16 |
Fagridalur
|
18 |
Sandprýði
|
5 |
Bessastígur
|
Nr. |
|
4 |
Kirkjuhóll
|
8 |
Skógar
|
6 |
Birkihlíð
|
Nr. |
|
12 |
Kirkjuland
|
21 |
Ásbyrgi
|
7 |
Boðaslóð
|
Nr. |
|
7 |
Þórshamar
|
8 |
Brekastígur
|
Nr. |
|
3 |
Sólberg
|
4 |
Minni-Núpur
|
5A |
Reykjadalur
|
5B |
Oddhóll
|
6 |
Heiðarbýli
|
7A |
Árbær
|
7B |
Eyvindarholt
|
7C |
Efri-Hvoll
|
8 |
Heiðarból
|
10 |
Hæll (að Hæli)
|
11A |
Hallormsstaður
|
11B |
Háiskáli
|
12 |
Vesturholt
|
14 |
Sólheimatunga
|
15A |
Byggðarendi
|
15B |
Auðstaðir
|
15C |
Engidalur
|
16 |
Heiðarhóll
|
17 |
Betanía
|
18 |
Núpsdalur
|
20 |
Hnjúkur
|
21 |
Sóleyjartunga
|
22 |
Baldur
|
24B |
Elding
|
26 |
Bjarmahlíð
|
28 |
Háls
|
29 |
Einidrangur
|
30 |
Hofsstaðir
|
36 |
Arnarnes
|
9 |
Búastaðabraut
|
Nr. |
|
2 |
Nýibær (Jarðarhús)
|
10 |
Faxastígur
|
Nr. |
|
3 |
Hlíðarás
|
4 |
Brekka
|
6 |
Betel (Safnaðarhús Hvítasunnusafnaðarins, vígt 1. jan. 1926)
|
7B |
Uppsalir (Hús feðganna Sigmundar og Finns, og nú Flosa Finnssonar skipasmiðs)
|
8B |
Melstaður
|
10 |
Arnarhóll
|
12 |
Reynisholt
|
14 |
Hvíld
|
15 |
Höfðabrekka
|
17 |
Áshóll
|
18 |
Miðbær
|
19 |
Brattland
|
20 |
Berjanes
|
21 |
Sólbrekka
|
22 |
Húsadalur
|
23 |
Engey (Hús þetta var rifið til grunna stuttu eftir að gosi lauk)
|
24 |
Rafnseyri (Áður var hús þetta nr. 15 við Kirkjuveg. Það var flutt árið ?)
|
27 |
Blómsturvellir
|
11 |
Fjólugata
|
Nr. |
|
2 |
Arnarstapi
|
12 |
Flatir
|
Nr. |
|
10 |
Bjarmaland
|
12 |
Bakki
|
14 |
Oddeyri
|
16 |
Goðaland
|
13 |
Formannabraut (Áður hét gatan Formannasund)
|
Nr. |
|
4 |
Óskasteinn (Húsið byggt á lóð tómthússins Kuðungs)
|
5 |
Reykhúsið
|
7 |
Ólakot
|
14 |
Hásteinsvegur
|
Nr. |
|
2 |
Heiðardalur
|
3 |
Sólbakki
|
6 |
Kiðaberg (Kiðjaberg)
|
10 |
Seljaland
|
11 |
Framtíð
|
12 |
Búrfell
|
13 |
Mörk
|
14 |
Hólar
|
15B |
Dyrhólar
|
16 |
Hekla
|
17 |
„Fjósið“
|
18 |
Laufholt
|
20 |
Eyjarhólar
|
21 |
Höfði (Áður hét húsið Núpur)
|
22 |
Kanastaðir
|
24 |
Litlu-Hólar (Litlhólar)
|
30 |
Reykhólar
|
32 |
Málmey
|
34 |
Fagranes
|
36 |
Héðinshöfði
|
38 |
Nikhóll (Húsið hét áður Skildinganes)
|
40 |
Hrafnabjörg
|
43 |
Pétursey
|
15 |
Heiðarvegur
|
Nr. |
|
2 |
„Vosbúð“
|
6 |
Gata (Götuhús)
|
10 |
Vörubílastöð Vestmannaeyja
|
15 |
Hótel Vestmannaeyjar (Áður Hótel H.B.)
|
17 |
Félagsheimili Vestmannaeyjakaupstaðar (Goodtemplarar í Eyjum byggðu þetta hús á árunum 1948—1950.
|
27 |
Breiðabólstaður
|
29 |
Stafnsnes
|
32-44 |
„Verkamannabústaðir“
|
35(39) |
Ljósaland
|
41 |
Hulduland
|
51-61 |
„Kennarabústaðir“
|
16 |
Heimagata
|
Nr. |
|
1 |
Árnabúð (Húsið var fyrst verzlunarhús Árna Sigfússonar kaupmanns frá Löndum, síðar hús Íslandsbanka og svo Útvegsbanka Íslands. Síðast vörugeymsluhús Haralds Eiríkssonar og Co.)
|
2A |
Þingholt (Áður var húsið nr. 5 við Kirkjuveg)
|
2B |
Herjólfsbær (Félagsheimili Oddfellow-reglunnar í bænum)
|
3A |
Borg (Barnaskóla- og þinghús Eyjabúa frá 1904—1917. Síðar Bíó-hús og svo pósthús og síðast íbúðarhús á báðum hæðum)
|
3B |
Nýjahús
|
4 |
Tunga (Reyndalsbakarí). (Magnúsarbakarí, jafnframt Hótel Berg)
|
7 |
Dvergasteinn (Þetta hús, sem hlaðið var upp úr höggnu móbergi sumarið 1883 eins og Austurbúðin árið 1880, var barnaskólahús Vestmannaeyjakauptúns á árunum 1883—1904. Eftir það íbúðarhús, sjá Blik 1962)
|
8 |
Batavía (Áður hét tómthús þetta Brandshús)
|
9 |
Merkisteinn
|
11 |
Hagi
|
12A |
Hvoll (Gamli Hvoll. Sjá nr. 17 við Urðaveg)
|
12B |
Blátindur
|
14 |
Gilsbakki
|
17 |
Bjarnleifshús (Hús þetta var rifið fyrir um það bil 40 árum)
|
18 |
Bólstaður
|
20 |
Karlsberg
|
22 |
Bær
|
26 |
Nýjaland
|
27 |
Bræðratunga
|
28 |
Herðubreið
|
29 |
Ásgarður
|
33 |
Miðey
|
34 |
Litla-Heiði („Gamla-Heiði“)
|
39 |
Bólstaðarhlíð
|
40 |
Garðshorn
|
42 |
Vallanes
|
17 |
Helgafellsbraut
|
Nr. |
|
5 |
Heiðarhvammur
|
10 |
Staður
|
33 |
Hvassafell
|
18 |
Herjólfsgata
|
Nr. |
|
2 |
Geitháls
|
5 |
Grundarhóll
|
19 |
Hilmisgata
|
Nr. |
|
3 |
Haukagil
|
5 |
Árdalur
|
7 |
Ólafsvík
|
11 |
Arnardrangur
|
17 |
Akóges (Fundahús Akógesfélagsins)
|
20 |
Hólagata
|
Nr. |
|
7 |
Hólatunga
|
21 |
Hrauntún
|
Nr. |
|
20 |
Ketilsstaðir
|
22 |
Hvítingavegur
|
Nr. |
|
2 |
Haukfell
|
3 |
Goðafell
|
5 |
Fagrafell
|
8 |
Snæfell
|
10 |
Hljómskálinn
|
12 |
Happastaðir
|
23 |
Höfðavegur
|
Nr. |
|
11 |
Heiðartún
|
|
Stuðlaberg (Áður hét hús þetta Oddgeirshólar)
|
24 |
Illugagata
|
Nr. |
|
54 |
Lyngholt
|
60 |
Hellisholt
|
61 |
Saltaberg (Áður var hús þetta nr. 19 við Höfðaveg)
|
63 |
Lyngberg
|
25 |
Kirkjubæjabraut
|
Nr. |
|
11 |
Goðasteinn
|
12 |
Presthús (Presthús voru áður fyrr Jarðarhús)
|
26 |
Kirkjuvegur
|
Nr. |
|
8A |
Framtíðin (Verzlunarhús)
|
8B |
Dagsbrún
|
9A |
Steinholt
|
9B |
Byggðarholt
|
9C |
Eiðar
|
10 |
Gróuhús
|
11 |
Borgarhóll
|
12 |
Bókabúðin (Verzlun Þorsteins Jónssonar (Johnson) og svo sonar hans Óskars Johnson). Á þessari lóð stóð áður tómthúsið Gata, þar sem hreppurinn geymdi þurfalinga sína.
|
13 |
Grafarholt
|
14 |
Garðhús (Áður hét hús á þessari lóð Garðbær)
|
15A |
Einarshöfn
|
15B |
Rafnseyri (Fyrir mörgum árum var hús þetta flutt á lóð nr. 24 við Faxastíg. Það stóð vestan við Einarshöfn og þótti standa of nálægt gamla rafstöðvarhúsinu, sem síðast var skólahús Véstjóraskóla Vestmannaeyja og hvarf undir hraun 1973.
|
17 |
Gimli
|
19 |
Þinghóll
|
20 |
„Franski spítalinn“. (Frakkar byggðu þetta sjúkrahús árið 1906. Rekstri þess var lokið, þegar Gísli J. Johnsen afhenti kaupstaðnum til nota „nýja sjúkrahúsið“, (1927), sem nú er ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar.
|
21 |
Brynjólfsbúð (Verzlunarhús Brynj. Sigfússonar, kaupmanns og organista. Sjá Blik 1972)
|
22 |
Samkomuhús Vestmannaeyja (Frá 1893—1936 stóð á lóð þessari „Gamla Goodtemplarahúsið“, sem byggt var upprunalega á Mylluhól í Stakkagerðistúni. Þar stóð vindmylla eða kornmylla þeirra Stakkagerðisbænda til ársins 1890 eða þar um bil.
|
23 |
Hús Útvegsbanka Íslands. Áður stóð þarna í námunda íbúðarhúsið Völlur, sem flutt var á sínum tíma á lóð nr. 30 við Miðstræti
|
27 |
Sólvellir (Áður hét hús þetta Höjdalshús, kennt við útlendan mann, sem byggði það)
|
28 |
Sunnudalur
|
29 |
Sólvangur
|
31 |
Grund (Tómthúsið Grund, sem byggt var rétt eftir aldamótin, var rifið árið 1975)
|
35 |
Dalur
|
39A |
Stóri-Hvammur
|
39B |
Litli-Hvammur (Nú er hús þetta nr. 14 við Sólhlíð)
|
40 |
Stakkagerði eystra (Húsið var rifið til grunna árið ????)
|
41 |
Langi-Hvammur
|
43 |
Fagri-Hvammur
|
45 |
Breiðablik
|
49 |
Ás
|
50 |
Ráðhúsið (Sjúkrahús kaupstaðarins frá 1927—1973)
|
53 |
Staðarfell
|
57 |
Staðarhóll
|
59 |
Litlaland
|
64 |
Raftsholt
|
65 |
Kirkjuhvoll
|
66 |
Reynivellir
|
70 |
Hergilsey
|
82 |
Breiðavík
|
84 |
Drangey
|
27 |
Landagata
|
Nr. |
|
3A |
Ingólfshvoll
|
3B |
Brautarholt
|
4 |
Hraun
|
5B |
Sólnes (Áður hét hús þetta Hnausar)
|
9 |
Hraungerði
|
11 |
Stóru-Lönd
|
15A |
Vestri-Lönd
|
15B |
Eystri-Lönd eða Litlu-Lönd
|
17 |
Akur
|
20 |
Gíslholt
|
22 |
Skálholt (Hið eldra)
|
25 |
Hof
|
30 |
Vatnsdalur
|
28 |
Miðstrœti
|
Nr. |
|
3 |
London
|
4 |
Bjarmi (Síðast var hús þetta verzlunarhús Helga Benediktssonar. Áður hét húsið Frydendal, — byggt 1886—1887. Það var verzlunarhús K/f Bjarma frá stofnun 1914. Hús þetta var rifið til grunna haustið 1975)
|
5A |
Hóll
|
5B |
Hlíðarhús. Hús þetta var rifið 1975(?)
|
9A |
Strönd
|
9B |
Hruni
|
9C |
Veggur (Áður hét hús þetta Litlakot)
|
12 |
Skjaldborg (Vörugeymslu- og veiðarfærahús)
|
14 |
Úrval (Verzlunar- og skrifstofuhús)
|
15 |
Steinn (Áður var hús þetta nr. 10 við Vesturveg)
|
16 |
Litlibær (Áður var Litlibær nr. 35 við Strandveg)
|
18 |
Fögruvellir (Áður nr. 39C við Strandveg)
|
19 |
Hólmur (Áður nr. 16 við Vesturveg)
|
20 |
Skarð (Áður nr. 43C við Strandveg)
|
21 |
Varmahlíð (Áður nr. 18 við Vesturveg)
|
22 |
Lundur (Áður nr. 12 við Vesturveg)
|
24 |
Sunnuhvoll
|
26 |
Landakot (Áður nr. 51 við Strandveg)
|
28 |
Sigtún (Áður nr. 53 við Strandveg)
|
30 |
Völlur (Hús þetta var upprunalega byggt 1918 á lóð nr. 15 við Vestmannabraut)
|
29 |
Njarðarstígur
|
Nr. |
|
1 |
Þingvellir (Áður hét hús þetta Vísir. Þá var þar rekin samnefnd verzlun. Í þessu húsi rak Gísli J. Johnsen pósthús Vestmannaeyja um árabil, þegar hann var póstmeistari í Eyjum)
|
2 |
Boston (Þetta hús var byggt um eða rétt eftir aldamótin síðustu. Þá var það brauðbúð. Síðan var það verzlunarhús E. Jakobsen. Árið 1911 var þar rekin fyrsta símstöðin í Eyjum (Sjá Blik 1972). Árið 1924 hóf Einar Sigurðsson þar verzlunarrekstur, og rak þar verzlun í nokkur ár. (Sjá Blik 1972)
|
3 |
Bræðraborg
|
4 |
Verzlunarhús (Upprunalega var það verzlunarhús Verzlunarfélags Vestmannaeyja, en síðar verzlunarhús Helga Benediktssonar)
|
5 |
Stíghús
|
6 |
Sveinsstaðir
|
10 |
Pálsborg (Vörugeymslu- og veiðarfærahús K/f Bjarma og síðar Helga Benediktssonar kaupmanns og útgerðarmanns)
|
15 |
Sólheimar
|
16 |
Klöpp (Íbúðarhús þetta var flutt austur á Urðir árið 1969 og gert þar að hesthúsi. — Hrossarækt!)
|
17 |
Nýborg (Íbúðarhús þetta var byggt 1876. Sjá Blik 1960)
|
18 |
Mandal(ur)
|
30 |
Sjómannasund
|
Nr. |
|
3 |
Björgvin (Tómthús þetta var byggt árið 1899)
|
5 |
Garðstaðir (Húsið var rifið árið 1969)
|
8 |
Sjávarborg
|
10A |
Sjávargata
|
10B |
Sjónarhóll
|
12 |
Skel
|
|
Kuðungur
|
31 |
Skildingavegur
|
Nr. |
|
8B |
Sjávarbrún
|
32 |
Sólhlíð
|
Nr. |
|
14 |
Litli-Hvammur (Áður nr. 39B við Kirkjuveg)
|
17 |
Tindastóll
|
19 |
Heiði (Stóra-Heiði). Hús þetta var brotið niður til grunna árið 1976 sökum skemmda á því í eldgosinu).
|
33 |
Skólavegur
|
Nr. |
|
1 |
Vöruhús Vestmannaeyja
|
2 |
Skrifstofur Flugfélags Íslands og verzlunarhús. (Upprunalega verzlunarhús K/f alþýðu, byggt 1933)
|
3 |
Hlíðarendi
|
4A |
Straumur
|
4B |
Hlíð
|
7 |
Ásnes
|
8 |
Búðafell
|
10 |
Hörgsholt
|
11 |
Grundarbrekka
|
12 |
Hrísnes
|
14 |
Ármót
|
17 |
Stakkagerði vestara
|
18 |
Mjölnir
|
19 |
Ráðagerði
|
21A |
Geysir
|
21B |
Alþýðuhúsið (Samkomuhús verkalýðsfélaganna)
|
21C |
Aðalból
|
22 |
Þrúðvangur
|
23 |
Nýhöfn
|
24 |
Varmadalur
|
26 |
Bakkaeyri
|
27 |
Grímsstaðir
|
29 |
Arnarfell
|
31 |
Sléttaból
|
32 |
Vegberg
|
33 |
Hamar
|
34 |
Hrófberg (Húsið var rifið fyrir mörgum árum)
|
36 |
Eskihlíð
|
37 |
Þingeyri
|
38 |
Hólland (?)
|
41 |
Búland
|
45 |
Kirkjudalur
|
47 |
Ásar
|
35 |
Strandvegur
|
Nr. |
|
1 |
Kornhóll
|
2 |
Kornloftið (Þetta aldraða hús einokunarverzlunarinnar var byggt 1830)
|
5 |
Garðurinn (Þetta íbúðarhús byggði K/f Fram árið 1923)
|
? |
Jakobshús (Görn)
|
? |
Godthaab (Síðast skrifstofuhús Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og eiganda Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja. Það var upprunalega byggt 1833. Það var pósthús 1904—????, eftir að G.J.J. gerðist póstmeistari í Eyjum).
|
18 |
Geirseyri (Hús þetta stóð rétt austan við Gömlu-Bæjarbryggjuna og sneri stafni að henni. Fyrsti eigandi þess var K/f Herjólfur. Samvinnufélag þetta byggði það á árunum 1909—1910.
|
20 |
„Svarta húsið“, (Bryggjuhúsið), sem stóð vestan við Gömlu-Bæjarbryggjuna gegnt Geirseyri. Það var byggt 1905. Norðmaðurinn Lyder Höydal lét byggja þetta hús, en hann rak verzlun í Eyjakauptúni nokkur ár.
|
22 |
Andrahús (Sjóhús, kró)
|
37 |
Brimberg
|
39A |
Strandberg
|
41 |
Sjólyst (Húsið var rifið í marzmán. 1976)
|
42 |
Gefjun
|
43A |
Valhöll
|
43B |
Landlyst (Vesturhluti þessa húss, sem er nú annað elzta hús bæjarins, var byggður 1848. Það var „Stiftelse“, — fæðingarstofnunin nafnkunna, þar sem orsakir ginklofans voru rannsakaðar. Austurhluti hússins mun byggður tveimur árum síðar. Landlyst var bústaður Þorsteins héraðslæknis Jónssonar frá 1867—1905)
|
43C |
Skarð (Nú nr. 20 við Miðstræti).
|
45-47 |
„Smiður“, áður trévinnuverkstæði og verzlunarhús. Nú félagsheimili Oddfellow-reglunnar í Eyjum & skrifstofuhús, verzlunarhús.
|
49 |
„Neisti“, (Raftækjaverkstæði. Þetta hús var upprunalega frystihús, sem S.Í.S. byggði og rak í nokkur ár).
|
50 |
Sæból (Hús þetta var rifið fyrir hálfri öld eða þar um bil)
|
51 |
Landakot (Nú er hús þetta nr. 26 við Miðstræti)
|
53 |
Sigtún (Nú er húsið nr. 28 við Miðstræti)
|
55 |
Fagurhóll
|
61 |
Ólafsvellir
|
63 |
Sandur
|
65 |
Vosbúð (?)
|
75 |
Vélsmiðjan Magni h/f
|
35 |
Strembugata
|
Nr. |
|
6 |
Berghólar
|
36 |
Suðurvegur
|
Nr. |
|
22 |
Víðivellir
|
37 |
Túngata
|
Nr. |
|
15 |
Kirkjulundur
|
22 |
Mosfell
|
38 |
Urðavegur
|
Nr. |
|
2 |
Sjóbúð (Hús þetta lét G.J.J. byggja rétt eftir síðustu aldamót. Það var rifið árið 1926. Vörugeymsluhús og sjóbúð)
|
4 |
Vegamót (Áður hét hús þetta Nýi-Kastali til aðgreiningar frá hinum enska Kastala frá 15. öld eða svo, sem Englendingar byggðu, eftir að þeir urðu alls ráðandi um verzlunarrekstur í Eyjum)
|
5 |
Vinaminni
|
6 |
Smiðja Þorsteins Steinssonar; (Áður Thomsenssmiðjan)
|
7 |
Gröf (Hús þetta var brennt til ösku fyrir mörgum árum sökum sjúkdóms, sem þar var talinn liggja í landi)
|
8 |
Steinar
|
9 |
Sæberg (Á húslóð þessari hét tómthús fyrst Vanangur, síðar Péturshús)
|
11 |
Reykholt (Hið yngra)
|
15 |
Reykholt (Hið eldra)
|
16 |
Fagurlyst (vestri)
|
17A |
Hvoll (Nýi-Hvoll til aðgreiningar frá nr. 12 við Heimagötu)
|
17B |
Hvoll (Litli-Hvoll, bakhús)
|
18 |
Fagurlyst (eystri)
|
20 |
Ekra
|
24 |
Bergstaðir
|
28A |
Húsavík (Annar helmingur hússins)
|
28B |
Breiðabólstaður (Hinn helmingur hússins)
|
34 |
Hjálmholt
|
36 |
Skjaldbreið
|
41 |
Eiríkshús
|
43 |
Skálholt (Hið yngra. Síðast var þar rekið elliheimili kaupstaðarins)
|
39 |
Vallargata
|
Nr. |
|
6 |
Bjarkarlundur
|
40 |
Vestmannabraut (Áður hét brautin Breiðholtsvegur)
|
Nr. |
|
1 |
Brúarhús („Hornið“)
|
3 |
Kalmanstjörn
|
5 |
Samkomuhús K.F.U.M. og K.
|
6 |
Jaðar
|
8 |
Geirland
|
9 |
Dalbær
|
10 |
Lágafell
|
11 |
Haukaberg
|
12 |
Hólmgarður (Þetta hús var rifið fyrir nokkrum árum)
|
13A |
Miðgarður
|
13B |
Hellir
|
15 |
Völlur. Íbúðarhús þetta var flutt af lóðinni árið 1956, þegar Útvegsbanki Íslands þurfti að fá lóðlóðina og breyta henni í bifreiðastæði bifreiðastæði. Húsið er nú nr. 30 við við Miðstræti.
|
22 |
Pósthús og símstöð (Miðstöð)
|
23 |
Georgsbúð (Búðin kennd við kaupmanninn, sem byggði hana upprunalega, Georg Gíslason. Nú er hér skóverzlun Axels Lárussonar)
|
24 |
Lyfjabúð (Apótekið) (Húsið hét upphaflega Stakkahlíð, byggt á fyrstu árunum eftir aldamótin)
|
25 |
Mundahús
|
26 |
Sunnuhóll
|
27 |
Garðsauki
|
28 |
Þórshamar (Hús þetta hét öðru nafni Nýjabíó í daglegu tali fólks, því að þarna rak Þorsteinn Jónsson (Johnson) frá Jómsborg kvikmyndahús um árabil. Síðast var hús þetta vörugeymsluhús Heildv. H. Sigmundsson h/f. Það brotnaði undan þunga gjóskunnar á tímum eldgossins 1973)
|
29 |
Hrafnagil
|
30 |
Viðey
|
31 |
Kaupangur
|
32 |
Garðar
|
33 |
Víðidalur
|
34 |
Fell
|
35 |
Þorvaldseyri
|
36 |
Sandfell
|
37A |
Gunnarshólmi (Síðar var Magnúsarbakarí byggt á lóðinni)
|
37B |
B Marland (Geymsluhús Einars Sigurðssonar)
|
38 |
Mjólkursamsalan (Hús Mjólkursamsölunnar í Rvk.)
|
40 |
Skuld (Hús þetta var rifið árið 1971(?)
|
42 |
Nýlenda
|
44 |
Látur
|
46A |
Akurey
|
46B |
Skipholt
|
47 |
Björk
|
48A |
Langholt
|
48B |
Ey
|
49 |
Stakkholt
|
51A |
Uppsalir eystri
|
51B |
Uppsalir vestri
|
52 |
Breiðholt
|
53A |
Laugaland (vestri endi hússins)
|
53B |
Einholt (eystri endi hússins)
|
54 |
Reykir
|
55 |
Uppsalir (Loftur Þórðarson)
|
56A |
Lögberg
|
56B |
Pétursborg
|
57 |
Hjalli
|
58A |
Úthlíð
|
58B |
Rauðafell
|
59 |
Heiðarbrún
|
60 |
Hvanneyri
|
61 |
Birtingarholt
|
62 |
Skaftafell
|
63A |
Oddi
|
63B |
Bergholt (Gamla-, Litla-)
|
65A |
Burstafell
|
65B |
Hlíðardalur
|
67 |
Bergholt (Stóra-Bergholt)
|
68 |
Fagrabrekka
|
69 |
Hjarðarholt
|
71 |
Lýtingsstaðir
|
41 |
Vesturvegur
|
Nr. |
|
2 |
Sælundur
|
3A |
Landamót (Hús þetta brann fyrir nokkrum árum)
|
3B |
Framnes
|
4 |
Jóhannshús
|
5A |
Baldurshagi
|
5B |
Laugardalur
|
6 |
Sædalur
|
8 |
Höfðahús
|
9A |
Reynistaður (Húsið rifið fyrir nokkrum árum)
|
9B |
Sandgerði (Húsið rifið fyrir nokkrum árum)
|
10 |
Steinn (Nú nr. 15 við Miðstræti)
|
11A |
Háeyri
|
11B |
Litla-Eyri
|
12 |
Lundur (Nú er húsið nr. 22 við Miðstræti)
|
13A |
Skálanes
|
13B |
Hjalteyri
|
14 |
Sunnuhvoll (Nú er húsið nr. 24 við Miðstræti)
|
15A |
Djúpidalur
|
15B |
Reynifell
|
17C |
Litla-Hraun
|
18 |
Varmahlíð (Nú nr. 20 við Miðstræti)
|
19 |
Lambhagi
|
20 |
Ártún
|
21 |
Túnsberg
|
23A |
Setberg(?)
|
23B |
Berg
|
24 |
Litla-Grund (Hús þetta var rifið fyrir nokkrum árum, þegar Vesturvegurinn var malbikaður)
|
25 |
Eyri
|
26 |
Selalækur
|
27 |
Bjargholt
|
28 |
Bjarg (Þetta hús var upprunalega byggt árið 1907 á lóð, sem gæti nú verið nr. 13 við Miðstræti. Það var flutt að Vesturvegi 28 árið 1952)
|
30 |
Sunnuhlíð
|
34 |
Endi
|
42 |
Víðisvegur
|
Nr. |
|
7A |
Stafholt (Gunnst. Eyjólfsson)
|
7B |
Stafholt (Júlíus Jónsson)
|
7C |
Stafholt (Sveinn S. Sveinsson)
|
9 |
Jómsborg
|