Blik 1959/Gjafir til skólans
Í vetur færðu tveir nemendur Gagnfræðaskólans honum merkar bókagjafir.
Atli Ásmundsson, Gjábakka, gaf fjórar enskar bækur. Þær eru þessar:
1) Indians of the America, (myndir og frásagnir af lífi Indíána í Ameríku).
2) The Book of Fishes (myndir og skýringar).
Báðar þessar bækur eru vísindarit og gefnar út af National Geographic Society í Washington.
3 og 4) Tvær málverkabækur, myndir af frægum listaverkum.
Halldór B. Árnason í Skála gaf skólanum Fjölfræðibókina, þýdda af Freysteini Gunnarssyni, skólastjóra, og gefna út af Setbergi. Hið ágætasta fræðirit.
Ég þakka þessum nemendum báðum af fyllstu alúð gjafmildina og ræktarsemina við skólann. Bækur þessar eru mjög verðmætar handbækur kennurum og fróðleikslindir bæði þeim og nemendum.