Blik 1959/Gamlar myndir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1959


Gamlar myndir


1959 b 100 A.jpg


UNGIR EYJASKEGGJAR VIÐ SUNDNÁM.
Árið 1916 kenndi Kristinn Ólafsson frá Reyni hér í Eyjum sund við Sundskálann á Eiðinu. Hér á myndinni sjást hinir væntanlegu sundgarpar með kennara sínum.
Þá þegar var sundskylda hér í Eyjum frá 8 ára aldri.
Aftasta röð frá vinstri: Friðrik Jesson, Hóli; Óskar Lárusson, Velli; Kristinn Ólafsson, Reyni; Einar Sigurðsson, Heiði; Friðrik Petersen.
Miðröð: Lárus Guðmundsson, Akri; Ólafur Á. Kristjánsson, Heiðarbrún; Ísleifur Magnússon, London; Jóhannes Brynjólfsson, Odda; Ólafur Halldórsson læknis; Sigurður S. Scheving, Hjalla.
Fremsta röð: — Theodór Lárusson, Velli (látinn); Gunnlaugur Halldórsson læknis: Magnús Magnússon, Hvammi; Willum Andersen, Sólbakka; Árni M. Jónsson og bróðir hans Hinrik Jónsson, Garðinum.


1959 b 162 A.jpg



Fiskþurrkun á stakkstœðum Edinborgarverzlunar á árunum 1915—1930. Veifa blaktir á stöng á verzlunarhúsinu. Með henni hefur fólkið verið kvatt saman til vinnu. —
Stakkstœðin voru lögð um aldamót eða upp úr þeim. Þegar Gísli J. Johnsen hóf hinn mikla atvinnurekstur sinn hér, keypti hann meginið af grjótgörðum þeim, sem sjást á mynd þeirri, sem birt er af kauptúninu á öðrum stað hér í ritinu, og notaði það í stakkstæði.



1959 b 163 A.jpg
1959 b 163 AB.jpg







MYNDIRNAR TIL VINSTRI:
Áður en flutningaskip eða hafskip gátu lagzt hér að bryggju, svo að þau yrðu affermd þar, var förmunum kimblað í land á „uppskipunarbátum“.
Í grein Jóns Í. Sigurðssonar, hafnsögumanns, í Bliki 1957 er greint frá því, hvernig gengið var frá flutningaskipum þessum á höfninni (Botninum).
Salti var mokað upp í trog í lest skipsins. Síðan var það látið renna eftir þar til gerðum rennum af öldustokk skipsins ofan í bátana. Saltinu var síðan mokað úr bátunum upp á bryggju. Myndirnar hér til hægri (vinstri á Heimaslóð) gefa góða hugmynd um athafnir þessar.


1959 b 164 A.jpg








29. júni 1926 lagðist hafskip að bryggju hér fyrsta sinni. Það var dönsk skonnorta með timburfarm til Verzlunar Gísla Johnsen. — Á myndinni sést skútan liggja við hina nýju bryggju verzlunarinnar.


1959 b 164 AB.jpg





Síðari hluta júlímánaðar 1926 lagðist eimskip að bryggju hér fyrsta sinni.
Skipið lagðist að Edinborgarbryggjunni og losaði sementsfarm til verzlana hér í Eyjum. Sementinu var lyft upp á flutningabifreiðar við skipshlið. Það þótti mikil nýlunda hér og boða nýja tíma.