Guðrún Pálsdóttir (Ásavegi 5)
Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona fæddist 15. mars 1949 á Hofi.
Foreldrar hennar voru Páll Eydal Jónsson frá Garðstöðum, vélstjóri, slippstjóri, ísláttarmaður, f. 6. desember 1919, d. 27. október 1996, og kona hans Ragnheiður Valdórsdóttir frá Eskifirði, húsfreyja, f. 19. desember 1918, d. 8. nóvember 2001.
Börn Ragnheiðar og Páls Eydals:
1. Borgþór Eydal Pálsson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 27. september 1941. Kona hans er Guðbjörg Októvía Andersen.
2. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona á Vopnafirði, f. 15. mars 1949. Maður hennar er Stefán Reynir Árnason.
3. Bjarney Pálsdóttir húsfreyja,
sjúkraliði, f. 5. september 1961. Maður hennar er Ívar Gunnarsson.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Hofi og á Boðaslóð 16.
Hún hefur verið fiskvinnslukona.
Þau Reynir giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ásavegi 5, en fluttu til Vopnafjarðar í Gosinu og þar varð Reynir skrifstofumaður hjá HB Granda.
I. Maður Guðrúnar, (6. maí 1967), er Reynir Árnason frá Uppsölum í Vopnafirði, vélvirkjameistari, skrifstofumaður, f. 2. október 1947.
Börn þeirra:
1. Páll Eydal Reynisson líffræðingur í Reykjavík, f. 22. apríl 1966. Ókv.
2. Elísabet Reynisdóttir matvælafræðingur, f. 2. ágúst 1968. Fyrrv. maður hennar Gunnar Hrafn Gunnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðrún.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.