Bjarni Ólafur Birkisson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Ólafur Birkisson, rekstrarfræðingur, vann hjá TM á Reyðarfirði, vinnur nú hjá Bílamálun á Egilsstöðum, fæddist 9. ágúst 1968.
Foreldrar hans Birkir Baldursson, húsasmíðameistari, f. 27. ágúst 1936, og kona hans Þórða Berg Óskarsdóttir, húsfreyja, f. 3. desember 1941.

Barn Þórðu og Aðalsteins:
1. Óskar Eyberg Aðalsteinsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 13. desember 1961. Kona hans er Margrét Árdís Sigvaldadóttir. Börn Þóðu og Birkis:
2. Bjarni Ólafur Birkisson rekstrarfræðingur, vinnur hjá TM á Reyðarfirði, f. 19. ágúst 1968. Kona hans er Gunnþórunn Heidenreich.
3. Ásta Sigríður Birkisdóttir húsfreyja, dagmóðir á Selfossi, f. 11. október 1971. Maður hennar er Aðalsteinn Júlíusson.

Þau Eyrún Huld hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Gunnþórunn giftu sig, eiga ekki börn saman, en hún á tvö börn.

I. Fyrum kona Bjarna Ólafs er Eyrún Huld Ástvaldsdóttir, f. 23. nóvember 1974. Foreldrar hennar Ástvaldur Sigurðsson, f. 22. apríl 1950, og Halla Kolfinna Þorfinnsdóttir, f. 25. febrúar 1949.
Börn þeirra:
1. Ísak Andri Bjarnason, f. 9. september 1997.
2. Erla Kolfinna Bjarnadóttir, f. 2. janúar 1999.

II. Kona Bjarna er Gunnþórunn Heidenreich, f. 23. september 1975. Foreldrar hennar Freddy Andreas Heidenreich, og Ragna Lína Ragnarsdóttir, f. 22. mars 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.