Birgir Kristinsson (Reyni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Birgir Kristinsson.

Birgir Kristinsson frá Reyni við Bárustíg 5, símvirki, vélstjóri, tæknifulltrúi fæddist 13. maí 1931 í Neskaupstað og lést 13. apríl 2018 á öldrunardeild landspítalans.
Foreldrar hans voru Kristinn Ólafsson lögfræðingur, bæjarstjóri, bæjarfógeti, fulltrúi sýslumanns, f. 21. nóvember 1897 í Reykjavík, d. 18. október 1959, og kona hans Jóna Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1907 á Vegamótum, d. 4. október 2005

Börn Jónu og Kristins:
1. Ása Sigríður Kristinsdóttir Guðnason, húsfreyja í Danmörku, f. 14. febrúar 1930, d. 16. apríl 2019. Maður hennar Christian H. Gudnason prófessor.
2. Birgir Kristinsson símvirki, vélstjóri í Reykjavík, f. 13. maí 1931, d. 13. mars 2018. Kona hans Margrét Jóhannsdóttir.
3. Edda Kristinsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1933. Maður hennar Theódór Diðriksson, látinn.
4. Ólafur Haukur Kristinsson skrifstofumaður í Reykjavík, síðan í Frakklandi, f. 14. mars 1937. Fyrri kona hans Eirný Sæmundsdóttir, látin. Síðari kona hans Veronique Pasquier.
5. Kristín Kristinsdóttir kennari, f. 1. maí 1946. Fyrrum maður hennar Einar H. Guðmundsson kennari.

Birgir var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1937 og til Hafnarfjarðar 1944.
Hann lauk prófi i símvirkjun 1955 og vélstjóraprófi 1963.
Hann var til sjós, en vann síðan hjá Pósti og síma í Reykjavík, var síðast tæknifulltrúi á símstöðinni í Ármúla.
Birgir var einn af stofnendum Útivistar.
Þau Guðrún Margrét giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Stóragerði og á Háaleitisbraut í Reykjavík.
Birgir lést 2018.

I. Kona Birgis, (14. september 1963), er Guðrún Margrét Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1930. Foreldrar hennar voru Jóhann Franklín Kristjhánsson byggingameistari, f. 7. maí 1885, d. 16. júlí 1952, og kona hans Matthilde Viktoría Gröndahl Kristjánsson húsfreyja, f. 15. desember 1892, d. 22. september 1962.
Börn þeirra:
1. Matthildur Birgisdóttir, f. 17. desember 1963. Fyrrum maður hennar Hjörtur Svavarsson. Fyrrum maður hennar Sverrir Gunnlaugsson.
2. Jóna Hanna Birgisdóttir, f. 9. febrúar 1966. Barn hennar Kristína Dansdóttir Garðshamar.
3. Ása Birgisdóttir, býr í Eyjum, f. 24. ágúst 1967. Maður hennar Páll Heiðar Högnason frá Vík í Mýrdal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.