Bergþóra Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bergþóra Guðjónsdóttir.

Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Heimagötu 25 fæddist 21. apríl 1919 í Reykjavík og lést 30. júní 2004 á Sjúkrahúsinu á Akranesi.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson járnsmíðameistari, f. 29. mars 1871, d. 18. apríl 1926, og kona hans Halldóra Hildibrandsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1881, d. 9. nóvember 1933.

Bergþóra lærði teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera, sótti námskeið í fatasaumi, starfaði við þá iðngrein og veitti forstöðu í nokkur ár.
Þau Jón giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn og Jón átti eitt barn frá fyrra hjónabandi sínu. Þau bjuggu á Heimagötu 25, fluttu úr Eyjum 1962, bjuggu á Akranesi, síðar í Reykjavík.
Jón lést 1997 og Bergþóra 2004.

I. Maður Bergþóru, (17. október 1953), var Jón Eiríksson lögfræðingur, skattstjóri, f. 14. mars 1916, d. 21. október 1997.
Börn þeirra:
1. Sigríður Jónsdóttir viðskiptafræðingur, f. 5. febrúar 1954. Maður hennar Björn Lárusson.
2. Halldóra Jónsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 27. október 1955. Maður hennar Valentínus Ólason.
3. Guðjón Jónsson verkfræðingur, f. 7. september 1957. Kona hans Sigurlaug Vilhelmsdóttir.
4. Eiríkur Jónsson viðskiptafræðingur, f. 27. maí 1959. Kona hans Sigrún Ragna Ólafsdóttir.
Barn Jóns og stjúpbarn Bergþóru:
5. Þorbjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, framhaldsskólakennari, f. 22. júní 1942. Fyrrum maður hennar Edvard S. Ragnarsson. Maður hennar Símon Ólason, látinn.
Barn Önnu Guðrúnar og fósturbarn Bergþóru og Jóns var:
6. Halldór Gunnlaugsson verslunarmaður, verkamaður f. 27. desember 1930, d. 16. nóvember 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.