Þorbjörg Jónsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorbjörg Jónsdóttir.

Þorbjörg Jónsdóttir frá Heimagötu 25, hjúkrunarfræðingur, framhaldskólakennari fæddist 22. júní 1942 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Eiríksson skattstjóri, f. 14. mars 1916 í Reykjavík, d. 21. október 1997 á Akranesi, og fyrri kona hans Anna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1908 í Reykjavík, d. 11. janúar 1952.
Stjúpmóðir Þorbjargar var Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1919 í Reykjavík, d. 30. júní 2004 á Akranesi.

Barn Jóns og Önnu Guðrúnar Jónsdóttur:
1. Þorbjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, f. 22. júní 1942. Fyrrum maður hennar Edvard S. Ragnarsson. Maður hennar Símon Ólason.
Barn Önnu Guðrúnar frá fyrra hjónabandi sínu og stjúpbarn Jóns:
2. Halldór Gunnlaugsson, f. 27. desember 1930, d. 16. nóvember 1977.
Börn Jóns og síðari konu hans Bergþóru Guðjónsdóttur:
3. Sigríður Jónsdóttir viðskiptafræðingur, f. 5. febrúar 1954. Maður hennar Björn Lárusson.
4. Halldóra Jónsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 27. október 1955. Maður hennar Valentínus Ólason.
5. Guðjón Jónsson verkfræðingur, f. 7. september 1957. Kona hans Sigurlaug Vilhelmsdóttir.
6. Eiríkur Jónsson viðskiptafræðingur, f. 27. maí 1959. Kona hans Sigrún Ragna Ólafsdóttir.

Þorbjörg var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Þorbjörg var á tíunda árinu. Hún var síðar með föður sínum og Bergþóru síðari konu hans.
Þorbjörg lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1958, lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1959, lauk námi á hjúkrunarkjörsviði í Lindargötuskóla 1973 og námi í Hjúkrunarskóla Íslands í september 1977. Hún lauk námi í uppeldis- og kennslufræði í Kennaraháskólanum vorið 1988.
Þorbjörg var hjúkrunarfræðingur við lyflækningadeild Landspítalans október 1977-ágúst 1978, deildarstjóri við gervinýra frá ágúst 1978-1980, vann við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, leiðbeinandastörf við kynfræðsludeild og heilsugæslu í skólum, í Breiðholtsskóla 1980-1981, var deildarstjóri á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 10B, maí-október 1986, hjúkrunarstjóri frá október 1986-1989
Þorbjörg var stundakennari í hjúkrun aldraðra við Hjúkrunarskólann 1982, við námsflokka Reykjavíkur 1983, við Sjúkraliðaskóla Íslands 1986, kennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti frá 1989-2012.
Þau Edvard giftu sig 1961, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Símon giftu sig 1982, eignuðust ekki börn saman, en Símon varð fósturfaðir barna hennar og hún varð fósturmóðir barns hans.

I. Maður Þorbjargar, (20. apríl 1961, skildu), er Edvard S. Ragnarsson yfirkennari, f. 4. ágúst 1943. Foreldrar hans F. Ragnar Edvardsson bakarameistari í Reykjavík, f. 24. júní 1922, d. 25. júlí 2002, og Jónína R. Þorfinnsdóttir kennari, húsfreyja, f. 16. september 1921, d. 10. apríl 1992.
Börn þeirra:
1. Anna Guðrún Edvardsdóttir, hefur doktorspróf, kennari, leiðbeinandi á Hólum í Hjaltadal, f. 17. nóvember 1960. Maður hennar Kristján Arnarson.
2. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur, f. 4. ágúst 1964. Sambúðarkona hans Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir.
3. Kristinn Nikulás (Edvardsson) Símonarson, f. 12. janúar 1980. Sambúðarkona hans Maria del Mar Minuesa.

II. Maður Þorbjargar, (5. september 1982), var Símon Ólason frá Hnappavöllum í Öræfum, héraðsdómslögmaður, f. 21. apríl 1951, d. 23. ágúst 2019. Foreldrar hans Óli Runólfsson bóndi, síðar verkstjóri í Reykjavík, f. 20. nóvember 1920, d. 20. júní 2003, og kona hans Guðrún Gísladóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 27. desember 1926, d. 17. febrúar 2011.
Barn Þorbjargar og kjörbarn Símonar:
3. (Sjá ofar) Kristinn Nikulás (Edvardsson) Símonarson.
Barn Símonar og stjúpbarn Þorbjargar:
4. Anna Karen Símonardóttir bókavörður, f. 24. ágúst 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þorbjörg.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.