Böðvar Sturluson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Böðvar Sturluson var prestur að Kirkjubæ frá 1650 til 1656.

Foreldrar hans voru Sturla Jónsson prestur í Görðum á Álftanesi og Guðrún Jónsdóttir.

Böðvar varð stúdent frá Hólaskóla 1640 og var skráður sama ár í stúdentatölu í Kaupmannahafnarháskóla. Hann kom heim árið 1644. Böðvar var um hríð í þjónustu Brynjólfs Sveinssonar biskups. Hann var heyrari í Skálholtsskóla árið 1649. Böðvar var vígður prestur að Kirkjubæ árið 1650 en fékk síðar veitingu fyrir Valþjófsstað árið 1657.



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.