Arndís Björg Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Arndís Björg Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 18. desember 1950.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson skrifstofustjóri, f. 8. janúar 1916, d. 1. júní 1974, og kona hans Stefanía Elísabet Stefánsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 8. september 1917, d. 5. nóvember 1972.

Systir Arndísar er
1. Ásthildur Sigurðardóttir hárgreiðslumeistari, f. 14. ágúst 1940. Fyrrum maður hennar Herbert Ármannsson.

Arndís var með foreldrum sínum uns hún eignaðist fyrsta barn sitt.
Hún lauk verslunarprófi í Framhalsskólanum í Eyjum 1988.
Arndís vann við fiskiðnað, í netum og var afgreiðslumaður hjá ÁTVR. Síðar sá hún um bókhaldið hjá útgerð manns síns og sona.
Þau Benóný giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 30 1972, síðar Hólagötu 5, en fluttu til Hafnarfjarðar og búa á Daggarvöllum 1.

I. Maður Arndísar, (21. apríl 1973), er Benóný Benónýsson útgerðarmaður, f. 29. desember 1947.
Börn þeirra:
1. Jóhann Brimir Benónýsson stýrimaður, skipstjóri á Herjólfi, f. 10. nóvember 1967. Kona hans Lilja Rut Sæbjörnsdóttir.
2. Elísabet Katrín Benónýsdóttir húsfreyja, kennari í Hofsstaðaskóla, f. 16. apríl 1971. Fyrrum sambúðarmaður Björn Bragi Sverrisson.
3. Benóný Benónýsson vélstjóri, málmiðnaðarmaður hjá Vélsmiðjunni Þór, f. 27. desember 1972. Kona hans Þórey Friðbjarnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.