Anton Grímsson (Haukabergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anton Einar Grímsson.

Anton Einar Grímsson frá Haukabergi, vélstjóri, mjólkurfræðingur, verkstjóri fæddist 14. október 1924 á Felli og lést 11. júní 2014.
Foreldrar hans voru Grímur Gíslason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. apríl 1898, d. 31. mars 1980, og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja, f. 11. ágúst 1901, d. 5. maí 1982.

Börn Guðbjargar og Gríms:
1. Magnús Grímsson skipstjóri, f. 10. september 1921 á Felli, d. 16. desember 2008.
2. Anton Einar Grímsson vélstjóri mjólkurfræðingur, verkstjóri, f. 14. október 1924 á Felli, d. 11. júní 2014.
3. Anna Sigríður Grímsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1928 á Gunnarshólma.
4. Gísli Grímsson vélstjóri, vélvirki, f. 16. janúar 1931 á Gunnarshólma, d. 29. mars 2016.
5. Guðni Grímsson vélstjóri, f. 13. nóvember 1934 í Uppsölum við Vestmannabraut 51.

Anton var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk tveim bekkjum í Gagnfræðaskólanum 1939, nam við Stýrimannaskólann og þar eftir Vélstjóraskólann í Vestmannaeyjum og aflaði sér þar réttinda til skipstjórnar og vélstjórnar á fiskiskipum.
Anton hóf snemma sjómennsku með Grími föður sínum. Eftir flutning til Reykjavíkur var hann vélstjóri og kyndari á togurum um tíma, hóf störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, öðlaðist réttindi mjólkurfræðings og var verkstjóri þar, hætti 1994 vegna aldurs eftir 50 ára starf.
Þau Svava giftu sig 1946, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu við Vesturgötu 26b í Reykjavík, en að síðustu bjuggu þau á Boðaþingi 24 í Kópavogi.
Anton Einar lést 2014 og Svava 2020.

I. Kona Antons Einars, (1. desember 1946), var Svava Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 13. júní 1927 í Stafholti í Neskaupstað, d. 13. maí 2020. Foreldrar hennar voru Jón Rafnsson eldri, bóndi á Hvalnesi í Skagafirði, síðar sjómaður og verkamaður í Neskaupstað, f. 4. júlí 1885 í Sauðárkrókssókn, d. 17. janúar 1972, og kona hans Hróðný Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. júni 1892 á Kistufelli í Lundarreykjadal í Borg., d. 2. apríl 1973.
Börn þeirra:
1. Jón Rafns Antonsson tæknifræðingur, kennari, rak teiknistofuna Röðul, f. 24. mars 1947, d. 7. nóvember 2018. Kona hans Guðrún Clausen.
2. Grímur Antonsson verslunarmaður, verktaki, f. 30. júní 1948. Kona hans Björg Freysdóttir.
3. Gísli Antonsson húsasmíðameistari, f. 24. september 1954. Kona hans Aðalbjörg Katrín Helgadóttir.
4. Rúnar Antonsson skrifstofumaður, f. 18. apríl 1958. Fyrrum sambúðarkona Erna Jónsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Ásbjörg Hjálmarsdóttir. Kona hans Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.