Þuríður Helgadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þuríður Helgadóttir.

Þuríður Helgadóttir (Dússý) húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 25. júlí 1953 á Reynistað og lést 20. nóvember 2007.
Foreldrar hennar voru Gunnar Helgi Einarsson verkamaður, múrarameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1936, d. 26. júlí 1999, og barnsmóðir hans Kristín Sigurlásdóttir frá Reynistað, síðar húsfreyja, f. 28. apríl 1935, d. 27. október 2020.

Barn Kristínar og og Gunnars Helga Einarssonar:
1. Þuríður Helgadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 25. júlí 1953 á Reynistað, d. 20. nóvember 2007.
Börn Kristínar og Þórhalls Þórarinssonar.
2. Fanney Þórhallsdóttir, f. 30. maí 1957 á Reynistað. Sambýlismaður Axel Jónsson.
3. Þórarinn Þórhallsson, f. 20. mars 1960. Kona hans Hafdís Sigurðardóttir.
Börn Gunnars Helga:
4. María Hrönn Helgadóttir.
5. Jóhann Ingi Helgason.
6. Hilmar Helgason.
7. Dagbjört Berglind Helgadóttir.
8. Steindór Helgason.
9. Aðalheiður Sigrún Helgadóttir.

Þuríður var með móður sinni og síðar með henni og Þórhalli.
Þuríður lauk landsprófi miðskóla í Gagnfræðaskólanum 1969, var um skeið í Menntaskólanum í Reykjavík, síðar í Menntaskólanum á Akureyri.
Hún sneri til Eyja 1974, vann á skrifstofu Herjólfs alla tíð síðan.
Þau Jóhannes hófu búskap, eignuðust Ásgerði 1972. Þau bjuggu á Herðubreið við Heimagötu 28 1972.
Þau Valdimar giftu sig 1991, bjuggu í fyrstu á Brekastíg 19, en keyptu húsið við Hólagötu 44 1987.
Þuríður veiktist í ferð til dóttur sinnar í Bretlandi og lést á heimleið 2007.

I. Sambúðarmaður Þuríðar var Jóhannes Árnason Johnsen, f. 27. júlí 1953.
Barn þeirra:
1. Ásgerður Jóhannesdóttir Harriss, f. 12. ágúst 1972. Maður hennar Edmund Orme Harriss.

II. Maður Þuríðar, (6. júní 1991), er Valdimar Þór Gíslason Magnússonar, f. 14. apríl 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.