Þorsteina Margrét Þorvaldsdóttir
Þorsteina Margrét Þorvaldsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 21. maí 1913 í Ysta-Bæli þar og lést 15. mars 1976.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Ingvarsson bóndi, f. 9. ágúst 1885, d. 10. febrúar 1966, og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. maí 1885, d. 27. júlí 1977.
Bróðir Þorsteinu var Engilbert Þorvaldsson, f. 11. október 1906, d. 26.september 2004
Þorsteina var með foreldrum sínum í æsku, í Ysta-Bæli og á Raufarfelli.
Þau Hermann giftu sig 1936, eignuðust fjögur börn, en misstu elsta barnið af slysförum nær fimm ára gamalt. Þau bjuggu í Flatey á Breiðafirði, komin á Brekku við Faxastíg 4 1940, bjuggu á Staðarfelli við Kirkjuveg 53 og við Hásteinsveg 5.
Þorsteina lést 1976 og Hermann 1989.
Maður Þorsteinu, (11. maí 1936 í Reykjavík), var Hermann Kristinn Ingiberg Jónsson frá Barmi í Skarðstrandarhreppi, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. þar 5. desember 1898, d. 20. júní 1989.
Börn þeirra:
1. Kristinn Breiðfjörð Hermannsson, f. 25. desember 1938 í Flatey á Breiðafirði, d. 28. janúar 1943.
2. Kristín Breiðfjörð Hermannsdóttir, f. 2. nóvember 1943 á Staðarfelli, d. 29. júlí 2001.
3. Kristinn Guðni Breiðfjörð Hermannsson rafvirki, f. 4. ágúst 1945.
4. Þorvaldur Sigurjón Hermannsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 2. maí 1949 á Hásteinsvegi 5, d. 11. september 2011.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.