Kristín Breiðfjörð Hermannsdóttir
Kristín Breiðfjörð Hermannsdóttir öryrki fæddist 2. nóvember 1943 og lést 29. júlí 2001.
Foreldrar hennar voru Hermann Jónsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 5. desember 1898 á Barmi í Skarðshreppi, Dal., d. 20. júní 1989, og kona hans Þorsteina Margrét Þorvaldsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 21. maí 1913 á Ysta-Bæli þar, d. 15. mars 1976.
Börn Þorsteinu og Hermanns:
1. Kristinn Breiðfjörð Hermannsson, f. 25. desember 1938 í Flatey á Breiðafirði, d. 28. janúar 1943.
2. Kristín Breiðfjörð Hermannsdóttir, f. 2. nóvember 1943 á Staðarfelli, d. 29. júlí 2001.
3. Kristinn Guðni Breiðfjörð Hermannsson rafvirki, f. 4. ágúst 1945.
4. Þorvaldur Sigurjón Hermannsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 2. maí 1949 á Hásteinsvegi 5, d. 11. september 2011.
Kristín var fötluð, dvaldi að síðustu á Kópavogshæli.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kristinn Guðni.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.