Matthildur Sveinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Matthildur Sveinsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona fæddist 21. maí 1956.
Foreldrar hennar Sveinn Gíslason sjómaður, vélstjóri, farmaður, leigubílstjóri, f. 19. febrúar 1937, d. 23. apríl 2011, og kona hand Þordís Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, handavinnukennari, umsjónarmaður, f. 2. febrúar 1939, d. 24. desember 1994.

Börn Þórdísar og Sveins:
1. Matthildur Sveinsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 21. maí 1956. Maður hennar Pétur Sveinsson Matthíassonar.
2. Gísli Guðlaugur Sveinsson vélstjóri á Akureyri, rekur umbúðafyrirtæki, f. 18. ágúst 1960. Kona hans Ingigerður Ósk Helgadóttir.
3. Sigurbjörn Sveinsson, sölumaður, f. 19. júní 1965. Fyrrum sambúðarkona hans Guðfinna Gígja Gylfadóttir.

Þau Georg giftu sig, eignuðust þrjú börn, en misstu yngsta barnið á fyrsta aldursári þess. Þau bjuggu í Mosfellsbæ. Þau skildu.
Þau Pétur giftu sig, eiga ekki börn saman. Þau búa í Eyjum.

I. Fyrrum maður Matthildar er Georg Magnússon úr Mosfellsbæ, vélstjóri, f. 10. ágúst 1955. Foreldrar hans Magnús Lárusson, f. 14. september 1925, d. 18. maí 1999, og Hallfríður Georgsdóttir, f. 19. júní 1931, d. 16. febrúar 2021.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Kristín Georgsdóttir, f. 6. nóvember 1974.
2. Bjarni Þór Georgsson, f. 20. september 1983.
3. Guðrún Inga Georgsdóttir, f. 24. ágúst 1986, d. 5. apríl 1987.

II. Maður Matthildar er Pétur Sveinsson, sjómaður, skipstjóri, f. 9. september 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.