Þórdís Gyða Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórdís Gyða Magnúsdóttir, húsfreyja, sjúkraliði, svæðanuddari fæddist 18. janúar 1988 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Magnús Örn Guðmundsson, skipstjóri, f. 7. desember 1956 í Rvk, d. 4. febrúar 2020, og kona hans Sigrún Hjörleifsdóttir, húsfreyja, f. 25. ágúst 1962.

Barn Sigrúnar og Páls Heiðars Högnasonar:
1. Hjördís Inga Pálsdóttir. (Sjá barn nr. 3). Börn Sigrúnar og Magnúsar:
1. Þórdís Gyða Magnúsdóttir sjúkraliði, f. 18. janúar 1988. Maður hennar Baldvin Þór Sigurbjörnsson.
2. Guðmundur Jón Magnússon pípulagningamaður, f. 21. apríl 1991. Kona hans Ólöf Halla Sigurðardóttir.
3. Hjördís Inga Magnúsdóttir, bryti á Herjólfi, f. 6. október 1981. Hún skráði sig Magnúsdóttur. Fyrrum sambúðarmenn hennar Sigfús Atli Unnarsson og Bjartmar S. Sigurðsson. Maður hennar Atli Már Magnússon.
Börn Magnúsar og Kristínar Önnu Jónsdóttur:
1. Ómar Örn Magnússon, f. 19. júní 1976. Barnsmæður hans Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir, Sigrún Ingvarsdóttir, Hrefna Þráinsdóttir og Þórey Sigurjónsdóttir.
2. Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 11. apríl 1979. Maður hennar Hermann Þór Marinósson.

Þau Baldvin Þór giftu sig 2016, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Búhamar 90.

I. Maður Þórdísar, (18. júlí 2016), er Baldvin Þór Sigurbjörnsson, vélstjóri, f. 13. nóvember 1986.
Börn þeirra:
1. Anna Rakel Baldvinsdóttir, f. 11. mars 2014.
2. Sigrún Arna Baldvinsdóttir, f. 11. september 2017.
3. Selma Björk Baldvinsdóttir, f. 18. nóvember 2021.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.