Þóra Bjarnadóttir (Nýlendu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þóra Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Dysjum á Álftanesi, bústýra á Nýlendu, síðar húsfreyja í Reykjavík fæddist 9. september 1865 í Holtssókn u. Eyjafjöllum og lést 5. nóvember 1942.
Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson vinnumaður u. Eyjafjöllum, f. 1834, var á lífi 1870, og Guðríður Runólfsdóttir, síðar húsfreyja í Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 11. október 1825 á Mið-Fossi í Mýrdal, d. 13. nóvember 1919 í Eystra-Geldingaholti á Rangárvöllum.

Þóra var niðursetningur í Syðstu-Mörk 1870 hjá Engilbert Ólafssyni og Guðfinnu Gísladóttur, léttstúlka á Núpum í Ölfusi 1880, var í Gljúfurholti í Ölfusi við fæðingu Bríetar 1897, fráskilin vinnukona á Laugalandi í Reykjavík 1901. Hún var á Breiðabólstað á Álftanesi 1902, verkakona Hákoti í Njarðvík 1909.
Hún fluttist frá Hákoti í Njarðvík til Eyja 1909 og var bústýra og verkakona á Nýlendu hjá Eyjólfi Vilhelmssyni sjómanni 1910.
Hún var ógift húsfreyja á Suðurpól 2 í Reykjavík 1920, bjó þar með Eyjólfi Vilhelmssyni, bjó á Ingólfsstræti 21 b í Reykjavík 1930.
Þóra lést 1942.

I. Fyrri maður Þóru, (12. nóvember 1898, skildu), var Guðmundur Grímsson bóndi á Dysjum á Álftanesi, síðar sjómaður og smiður í Reykjavík, f. 26. júlí 1878, d. 20. febrúar 1913, drukknaði á leið frá Reykjavík til Miðness.
Börn þeirra voru:
1. Bríet Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1897 í Gljúfurárholti í Ölfusi, d. 24. janúar 1957.
2. Engilbert Ágúst Guðmundsson bátasmiður, f. 4. ágúst 1899 á Dysjum á Álftanesi, d. 2. desember 1945 á Vífilsstöðum. Kona hans var Kristín Ástgeirsdóttir frá Litlabæ.
3. Kjartan Guðmundsson, f. 23. apríl 1898, d. 22. júní 1898.

II. Barnsfaðir Þóru var Hrómundur Sigurðsson, f. 1879, d. 1958.
Barn þeirra var
4. María Hrómundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1902, d. 1974.

III. Síðari maður Þóru var Eyjólfur Vilhelmsson sjómaður frá Norðfirði, f. 13. október 1880, d. 24. október 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.