Þórður Þórðarson (hárskerameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórður Sigfús Þórðarson.

Þórður Sigfús Þórðarson hárskerameistari, útgerðarmaður, hrossabóndi fæddist 19. mars 1925 í Reykjavík og lést 24. september 1994.
Foreldrar hans voru Þórður Sigfús Vigfússon sjómaður, f. 14. júní 1881 í Hamrakoti á Ásum, Hún., d. 28. október 1924, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1886 í Garðbæ á Eyrarbakka, d. 5. maí 1962.

Bróðir Þórðar, í Eyjum var
1. Ólafur Þórðarson rafvirki í Suðurgarði, f. 30. janúar 1911, d. 1. janúar 1996.

Þórður lærði hárskeraiðn.
Hann vann við iðn sína til 1971, vann við eigin verslun og innflutning og síðar við útgerð á Eyrarbakka. Hann stundaði einnig hrossabúskap á síðustu árum sínum í Hjarðartúni í Hvolhreppi, Rang.
Hann eignaðist barn með Arnbjörgu 1947.
Þau Theodóra Elísabet giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Uppsölum við Faxastíg 7, og við Miðstræti 11. Þau fluttu til lands 1973, skildu.
Þau Ingibjörg giftu sig 1979, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Eyrarbakka.
Þórður lést 1994.

I. Barnsmóðir Þórðar Sigfúsar var Arnbjörg Jónsdóttir ljósmóðir, f. 6. janúar 1928, d. 12. ágúst 2004.
Barn þeirra:
1. Jóna Sigurbjörg Þórðardóttir, f. 16. janúar 1947. Maður hennar Kristján Ævar Arason múrari.

II. Kona Þórðar Sigfúsar, (26. mars 1948), var Theodóra Elísabet Bjarnadóttir frá Miðfirði í Skeggjastaðahreppi, N.-Múl., hárgreiðslumeistari, f. 3. janúar 1924, d. 13. júní 2011.
Börn þeirra:
2. Ásdís Þórðardóttir flugfreyja, löggiltur fasteignasali í Garðabæ, f. 2. janúar 1948, d. 7. júlí 1991. Maður hennar Jón Guðmundsson löggiltur fasteignasali.
3. Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali í Reykjavík, f. 19, mars 1955. Maður hennar Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteignasali, látinn.
4. Þuríður Þórðardóttir bankagjaldkeri, hótelrekandi í Austurríki, f. 9. maí 1963. Sambúðarmaður hennar Þorgrímur Kristjánsson úr Reykjavík.

III. Kona Þórðar Sigfúsar, (24. desember 1979), er Ingibjörg Jóhannesdóttir úr Reykjavík, kennari á Eyrarbakka, síðar útgerðarmaður, f. 5. október 1947. Foreldrar hennar voru Jóhannes Guðmundsson, f. 24. júlí 1919, d. 22. júní 1991 og kona hans Hulda fædd Kristinsdóttir, en var kjörbarn Ísafoldar og Frantz Håkanson bakarameistara og veitingamanns.
Barn þeirra:
5. Kristín Þórðardóttir sýslumaður, f. 6. september 1979 á Eyrarbakka. Sambúðarmaður hennar Friðrik Erlingsson.
Barn Ingibjargar og fósturbarn Þórðar:
6. Guðrún Hulda Ólafsdóttir, f. 19. september 1971.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 1. október 1994. Minning Þórðar.
  • Morgunblaðið 27. júní 2011. Minning Theodóru.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.