Theodóra Bjarnadóttir (hárgreiðslumeistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Theodóra Elísabet Bjarnadóttir.

Theodóra Elísabet Bjarnadóttir frá Miðfirði í Skeggjastaðahreppi í N.-Múl., húsfreyja, hárgreiðslumeistari, kaupmaður fæddist þar 3. janúar 1924 og lést 13. júní 2011 á dvalarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Bjarni Oddsson bóndi, f. 3. október 1889 á Smyrlafelli á Strönd, N.-Múl., d. 18. apríl 1938 og Guðrún Stefanía Valdimarsdóttir, f. 15. október 1895 á Bakka í Skeggjastaðahreppi, d. 22. september 1972. Fósturforeldrar frá þriggja ára aldri voru Þórarinn Valdimarsson móðurbróðir hennar og kona hans Jórunn Daníelsdóttir Thorlacius á Bakkafirði, N.-Múl.

Theodóra fluttist til Reykjavíkur 14 ára gömul, vann fyrir sér með með blaðasölu, gætti barna og þvoði þvotta.
Theodóra lærði hárgreiðslu, öðlaðist meistararéttindi og vann við iðn sína. Auk þess rak hún innflutning og verslun með Þórði til Goss 1973 og síðar í Reykjavík.
Þau Þórður giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Uppsölum við Faxastíg 7, og við Miðstræti 11. Þau fluttu til lands 1973, skildu.
Theodóra lést 2011.

I. Maður Theodóru Elísbetar, (26. mars 1948), var Þórður Sigfús Þórðarson hárskerarameistari, útgerðarmaður, hrossabóndi, f. 19. mars 1925 í Reykjavík, d. 24. september 1994.
Börn þeirra:
1. Ásdís Þórðardóttir flugfreyja, löggiltur fasteignasali í Garðabæ, f. 2. janúar 1948, d. 7. júlí 1991. Maður hennar Jón Guðmundsson löggiltur fasteignasali.
2. Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali í Reykjavík, f. 19. mars 1955. Maður hennar Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteignasali, látinn.
3. Þuríður Þórðardóttir bankagjaldkeri, hótelrekandi í Austurríki, f. 9. maí 1963. Barnsfaðir hennar Smári Arnarson. Sambúðarmaður hennar Þorgrímur Kristjánsson úr Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 1. október 1994. Minning Þórðar.
  • Morgunblaðið 27. júní 2011. Minning Theodóru.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.