Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Árni Guðmundsson
Jump to navigation
Jump to search
- Úr fórum Árna Árnasonar
- Árni Guðmundsson frá Háeyri í Vestmannaeyjum.
- Nokkrar gamanvísur o.fl.
- Bílavísur
- Ó bifreiðar, sem þjóta um þráðbein stræti
- og þreytta sálu mína fylla kæti,
- þið flytjið skít og ösku
- og fisk og kol og salt
- og færið Inga pilsner
- og sódavatn og malt.
- Bifreiðar, blessun vorra tíma,
- bifreiðar, ég tek framyfir síma. - Bifreiðar.
- Ó bílstjórar, þið bruggið mest af landa
- og byttum vorum hjálpið oft úr vanda.
- En vond er þessi veröld
- og vanþakkar það títt,
- sem okkar ungu kynslóð
- fær andans göfgi prýtt.
- Bílstjórar, blómgist ykkar hagur,
- bílstjórar, sem rósaknappur fagur. - Bílstjórar.
- Og Páll við elsku bílinn stoltur stendur
- og strýkur blítt um fínar gljáa-rendur,
- og Árni er þar – í Túni
- og Alfreð Washington
- og Óli Gränz á rabbi
- við Óskar Þorsteinsson
- bílstjórar, bæjar eru prýði.
- Bílstjórar, fengu hrós í Víði. - Bílstjórar.
- Hann Gísli Wíum skrafar þarna og skrifar
- og skemmtilega reiknivélin tifar.
- Á bekk og borði situr
- nú bílsjóranna val,
- og Kristján Kristófersson
- er krýndur general.
- Bílstjórar, blómarósa draumur.
- Bílstjórar, fylgir gleði og glaumur. - Bílstjórar.
- Í bíl ég hefi lifað ljúfar stundir,
- í laumi kysst á smáar, hvítar mundir,
- hlegið, kysst og kitlað
- að kvennamanna sið.
- Og bílstjórinn hann brosir
- og bremsar við og við.
- Bílstjórar, bezt þeir kunna að lifa,
- bílstjórar, þeir mættu betur skrifa. - Bílstjórar
- (1933)
- Rómantík og rafmagn.
- Ég reikaði um rúntinn mörg skammdegiskvöld,
- er rigning frá himni niður streymdi.
- Mér fannst sem ég sæi gegnum gluggatjöld
- grátnar meyjar, sem um ástir dreymdi.
- Þá söng ég um rafmagnið rækilegt hrós
- og raulaði um götuljósin kvæði.
- Ég blessaði staðinn, sem bænum gaf sitt ljós
- og braukaði í gegnum rafmagnsfræði.
- En svo þegar máninn sem magnaðast skín
- og mjaltastúlkur koma heim úr fjósum,
- og ástfangnir kettirnir kveða ljóðin sín
- þá krossbölva ég öllum rafmagnsljósum.
- Nú, - rafstöðin okkar hún reyndist of smá
- og rafmagnið var oft í slæmu standi,
- er byggingar risu í bænum til og frá
- en blessuð ljósin forða oss frá grandi.
- Þeir rifu upp strætið þarna rafstöðina við
- - þá rauk út í buskann öll vor kæti,
- því elskan hann Leifur kvað það ósköp ljótan sið
- að eyðileggja heimsins fegurst stræti.
- Já, bölvuð (að vísu) er myrkranna makt
- og myrkrið þykir flestum afleit plága,
- en útsýnið fagra var alveg eyðilagt
- og enginn sér nú framar klettinn háa.
- Frá Linnet og lækninum heyrist harmakvein,
- því heimsmetið og útsýnið er glatað,
- en rafmagnsnefnd fannst ei nægja rómantíkin ein
- - og rækilega hefur hún oss platað.
- Næturlögreglan.
- Hér byggjum vér með lögum land,
- þótt löngum verði uppistand.
- Lögreglan er landsins hnoss,
- sem Linnet hefur gefið oss.
- - En þungur er hennar þrautakross.
- Hún bíóhúsin vaktar vel,
- sem vitanlega rétt ég tel:
- Þar kannske er af körlum glás,
- sem koma þyrfti undir lás,
- - Því margir horfa á Mikkí Más!
- Í Bolsahöll er dansað dátt
- og drukkið fram á rauðanátt,
- - en lögreglan er líka þar
- og lætur skína perurnar:
- Þeir kæra sig ekki um kvennafar!
- Já, mórallinn er mikið hnoss,
- - í myrkri sést ei lítill koss.-
- Heyrðust orðin mæt og merk
- „Við myrkra – líðum engin – verk“.
- Úr Gísla mætti gera klerk.
- Á strætum úti alls staðar
- má alltaf líta hetjurnar,
- og víst er þeirra mæða mörg,
- um myrkar nætur, ævin körg,
- en böllin eru besta björg.
- Illt er að hafa ekkert skjól
- og afleitt þetta bölvað ról.
- En eftir ýmis konar þras
- er yndislegt að fá sér glas
- og máske einn lítinn “marías“.
- Um Hafnarreisu Hannesar.
- Nú vísindin eflast um veröldu alla
- með vaxandi tækni til sjávar og lands,
- og vísindamennirnir mixa og malla,
- og margir svo hljóta þeir heiðursins krans.
- Ó, lof sé þeim anda, sem leitað´i og fann,
- nú lofkvæði vil ég hér flytja um hann.
- - - - -
- Hannes hann bjó hér með baulunum sínum,
- Búnaðarfélagsins skærasta ljós.
- Hann afgreiddi mikið af áburði fínum
- og uppfann sitt patent í nýtízku fjós.
- Og bráðlega flaug út um heiminn sú fregn,
- og frægðina hlaut þessi íslenzki þegn.
- Svo buðu þeir bóndanum okkar til Hafnar,
- beljunum dönsku að kenna sitt fag.
- Sem vísindamaður í Danmörku dafnar
- og Dönunum kennir sitt íslenzka lag.
- Þeir koma með beljur í hópum til hans
- og Hannes hann eykur þar frægð okkar lands.
- Í Hellerup hafa þeir fínasta fjósið,
- sem fínansíerað af ríkinu er.
- Þar spara þeir dönsku ei loftið né ljósið,
- en lélegt er hreinlætið – því er nú ver.
- - En Brimhólapatentið bætir úr því,
- svo að beljurnar verða sem ungar á ný!
- - - - -
- Þér íslenzku þeganr og álfar í fjöllum
- og óbornu kynslóðir – hyggið nú að:
- Vér framarla stöndum í fjósmálum öllum,
- - ja, förin til Danmerkur sýnir oss það,
- því að Stauning hann pantaði prívat sinn bás,
- þar pínir hann íhaldið dansk´a undir lás.
- (1936)
- Minni brennukóngsins.
- Lag: Ó, Dísa í Dalakofanum.
- Er Þjóðhátíðin þokast nær
- minn þanki reikar heim.
- Nú sé ég vel hinn valinkunna
- vin minn, Sigga Reim,
- stíga fram á Fjósaklett
- og færa að kesti eld.
- Án hans væri heldur dauft
- í Herjólfsdal í kveld.
- Ó, Siggi – Ó, Siggi,
- ó, Siggi, hér er þó fjör í kvell.
- Ó, Siggi, Ó Siggi,
- Er olían ekki allra bezt frá Shell?
- Breytileg átt og hægviðri
- Þjóðhátíðarlag 1949
- Breytileg átt og hægviðri
- Breytileg átt um svalan sæ
- og síld er varla nokkur,
- en allir vita, að Ási í Bæ
- er Íslands bezti kokkur.
- Um dalinn allan ólgar líf
- og glymur af gleðilátum,
- þar er dans og vín og víf
- og varðeldar hjá skátum.
- Bregðist ennþá síld úr sjó
- og svarri brim á rifi,
- glaðir drykkju þreytum þó;
- þjóðhátíðin lifi.
- Meira fjör
- (1940)
- Meira fjör
- Meira fjör, meira fjör,
- meira yndi.
- Meira fjör, meira fjör,
- Jói á Hól.
- Út á tjörn, út á tjörn
- Einar syndi.
- Stattu vakt, stattu vakt,
- Stebbi pól.
- Hæ, syngjum sveinar
- sætasta Geira lag.
- Hæ, saman svöllum
- syngjandi glaðan dag.
- Meira fjör, meira fjör,
- meira yndi.
- Meira fjör, meira fjör,
- Jói á Hól.
- Blái borðinn
- (1936)
- Blái borðinn
- Blái borðinn var smjörlíkistegund.
- Fjörefnaríkur er Blái borðinn,
- betri en nokkurt smjör.
- Útlitið bætir, æskuna kætir,
- eykur hreysti og fjör.
- Ástin er varla örugg til lengdar,
- ölið er freyðandi tál,
- en hitt er víst, að vítamínin
- verma hug og sál.
- Gott er ölið, gleymist bölið,
- glaðværðin er býsna mikil orðin.
- Og ég sjálfur, orðinn hálfur,
- en alltaf er hann beztur blái borðinn.
- Söngurinn, ástin og ölið
- örva og kæta sál.
- Í þúsundatali við þjórum,
- Þjóðhátíðarskál.
- Gott er ölið, gleymist bölið,
- en alltaf er hann bestur Blái borðinn.
- Ljómar sumarsól
- Þjóðhátíðarkvæði 1941
- Ljómar sumarsól
- á sundin björt og heit.
- Vermir byggð og ból
- og blessar þennan reit.
- Kveða ljúflingslag
- öll loftsins börnin fríð.
- Þennan dýrðardag
- vér dáum alla tíð.
- Og seinna þegar dagsins birta dvín
- um dalinn allan ljósadýrðin skín.
- Eins og álfahöll
- við ævintýrasæ,
- gnæfa fögur fjöll
- með furðulegum blæ.
- Glöð við strengjaslátt
- um stjörnubjarta nótt,
- söng vorn hefjum hátt,
- vor hátíð endar skjótt.
- Hátíðarnótt í Herjólfsdal.
- Þjóðhátíðarkvæði 1939.
- Hittumst bræður í Herjólfsdal,
- hátíðakvöld, - æskan á völd.
- Fyllum háreistan fjallasal
- fagnaðarsöng, nóttin er löng.
- Við drekkum glæsta guðaveig,
- glaðir tæmum lífsins skál í einum teig.
- Vonir rætast við söngvaseið,
- sorgir og þraut líða á braut.
- Gleðin brosir nú björt og heið.
- Bjargfuglahjal ómar í Dal.
- Á Fjósakletti brennur bál,
- böndum ástar tengir nóttin sál við sál.
- Knattspyrnumenn
- Sungið á afmælið Týs 20. nóvember 1937
- Lag: Isle of Capri.
- Vér þekkjum fjölmargan knattspyrnukappann,
- sem kann að sýna oss fyrsta flokks spark,
- og aldrei gugnar, þótt komist í hann krappann,
- en knöttinn rekur af afli í mark.
- Vér þekkjum Dibba og Mansa og Múla
- og marga fleiri, sem aldrei slá klikk,
- „half back Íslands“ heitir eftir Skúla
- hefir sýnt oss sín ágætu „trikk“.
- Gleymum ekki Gísla og Sjonna,
- Guðlaugi og Báta og mér,
- Óla, Lalla, Oddi og Jonna,
- Ása, Dana, Tryggva og þér.
- Þeir eru ekki í löppunum linir,
- sem líka aldeilis vera ég læt.
- En munið eitt, mínir virðulegu vinir
- að vera aldrei í ástum „off side“.
- Þeir hafa farið í heilmargar ferðir
- í höfuðstaðinn og norður í land.
- Slíkt er gagnlegt og heilsuna herðir
- og hnýtir oftlega vináttuband.
- Á Akureyri var þeim ágætlega tekið,
- þótt yrði reyndar að loka vissri búð.
- Til gamans var þeim þar ýmislegt ekið,
- og öll var framkoma drengjanna prúð.
- Að heiman oft er dvölin hættumeiri
- í háska oft þeir lenda og þraut
- (eins og þegar Múli á Akureyri
- eitt af sínum rifbeinum braut).
- Þó aftur komu þeir suður með söngvum,
- því sigrað höfðu þeir Norðurlands-her.
- En af því brothætt er lánið svo löngum,
- líftrygging’u hefur Múli fengið sér.
- Meistarmótið 1937
- Lag: Komdu og skoðaðu...
- Þeir fóru í sumar á meistaramótið,
- og mjög var það rómað, hve stóðu þeir sig.
- Þá vantað´i ei neitt nema Alla í spjótið,
- svo allflest þeir hefðu þar meistarastig.
- Sleggjan var heima og Fjalli fór ei,
- en fékkst hér við einhverja laglega mey.
- Þeir stóðu sig samt þarn´a í Víkinni að vonum,
- þó væri hann Júlli ei stuðinu í.
- Og fjölmörgum ágætum kynntust þeir konum,
- já, Knútur og fleiri þeir vissu af því.
- Óli á Landa - og jafnvel hann Jón
- í jarminu lentu – tvö ástfangin flón!
- Ó, þessar reykvísku ungmeyjar allar
- íþróttagarpa úr Eyjunum þrá.
- Siggi og Júll´i eru svoleiðis kallar,
- er sverma þær fyrir og vilja helzt fá.
- En aldeilis ófært þeim þótti þó eitt:
- - að elskan hann Dani hann kom ekki neitt!
- Handboltadömur
- Lag: Sig bældi refur etc.
- Að horfa á meyjar í handknattleik , - það er draumur,
- og allur bærinn þá kemst á kreik, - það er draumur.
- Að sjá, hve líða þær létt um völl
- og ljúf er framkoma þeirra öll, - já, það er draumur.
- Af öllu hjarta þess óskum vér, - ungu dömur,
- að áfram handbolta iðkið þér, - ungu dömur.
- Því yndisþokka hann eykur mest,
- hvað auðveldlega á mótum sést, - ó, ungu dömur.
- Og þetta kalla menn „kvennaslag“, - þvílíkt slúður.
- Hafið þið vitað slíkt háttalag, - svona slúður.
- „Þær gera bæði að bíta og slá“,
- - svo blaðra sumir, en það er frá, - og bara slúður.
- Þær komu í sumar úr Keflavík, - kátar meyjar,
- að kenna piltunum pólitík, - kátar meyjar.
- Í boltaleiknum þær fóru flatt,
- en fengu sig þó við annað glatt, - kátar meyjar,
- kátar meyjar, tra la la la la.
- Sundlaugin
- Lag: Komdu og skoðaðu ...
- Heilsufar prýðilegt blómstrar í bænum
- svo börnin þau varla fá kvefhor í nös.
- Já, blessunarríkt er að busla í sænum
- í blessaðri lauginni, - þar er nú ös.
- Og varla er hætt við að drukkni þar drótt,
- þó að daglega laugin af kappi sé sótt.
- Hér iðkar fólk sundið af ákefð og þrótti,
- vort ágæta sundfélag dafnar hér vel.
- Til annarra bæja það sigranna sótti
- í sumar, - það nýbreytni góða ég tel.
- Gott er þess ástand, því Gulli og Björn
- gæta þess réttar og eru þess vörn.
- Þær Lilja og Erla og Sigga og Svana
- á sjóðandi „kroli“ þar æða um sæ.
- Fúsi og Hari sig spreyta og spana,
- svo spenningarópin þau glymja um bæ.
- - Á magann þar stinga sér fínustu frúr
- og fleyta þar kerlingar, - herra minn trúr!
- Eftirmáli (án gamans)
- Lag: Táp og fjör...
- Íþróttirnar efla þrótt,
- auka lýðum hreystignótt,
- skapið gleðja, lengja líf,
- læri þær því menn og víf.
- Gleym því ei, gum´i og mey,
- er glæðir þor um lífsins vor,
- eykur krafta, vilja og vit,
- veitir fegurð, léttir strit.
- Þrótt í geð og mátt í mund
- mörgum veitir glím´a og sund.
- Hreysti hefur dáðrökk drótt
- í djarfa leiki tíðum sótt.
- Hlaup og stökk! Þeim sé þökk!
- Þeirra hróður auki þjóð.
- Kappar sýni lipran leik!
- Lýðir allir far´i á kreik!