Ólafía Guðbjörg Ásmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafía Guðbjörg Ásmundsdóttir.

Ólafía Guðbjörg Ásmundsdóttir frá Hlíðarenda, skrifstofumaður, húsfreyja fæddist þar 2. október 1938 og lést 23. febrúar 2022 á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ.
Foreldrar hennar voru Ásmundur Steinsson frá Ingólfshvoli, rennismiður, f. 17. desember 1909 á Skjaldbreið, d. 4. júlí 1981, og kona hans Theodóra Margrét Snorradóttir frá Hlíðarenda, húsfreyja, f. 12. júní 1913, d. 22. mars 1943 á Vífilsstöðum.

Ólafía var með foreldrum sínum á Hlíðarenda og í Ási við Kirkjuveg 49.
Móðir hennar lést, er Ólafía var á fimmta ári sínu. Hún ólst upp hjá móðurmóður sinni og móðursystkinum á Hlíðarenda.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1954, lauk prófi í Samvinnuskólanum á Bifröst 1958.
Ólafía vann hjá SÍS, vann síðan lengi hjá Félagsstofnun stúdenta og síðan í Prentsmiðjunni Odda.
Þau Ingi giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Páll hófu sambúð.
Páll lést 20. febrúar og Ólafía 23. febrúar 2022.

I. Maður Ólafíu, (6. maí 1961, skildu) var Ingi Vigfús Hjörleifsson, f. 20. október 1940, d. 4. janúar 2004. Foreldrar hans voru Hjörleifur Sigurðsson múrarameistari, f. 22. desember 1906 að Einholtum í Hraunhreppi, Mýr., d. 8. júní 2000, og kona hans Ástrós Vigfúsdóttir af Kjalarnesi, húsfreyja, f. 22. ágúst 1908, d. 5. nóvember 1983.
Börn þeirra:
1. Ásmundur Ingason, f. 14. febrúar 1961. Kona hans Kristín Friðriksdóttir.
2. Ásta Dóra Ingadóttir, f. 29. maí 1964.. Sambúðarmaður hennar Sverrir Jóhannsson.
3. Ósk Ingadóttir í Colorado í Bandaríkjunum, f. 16. október 1968.

II. Sambúðarmaður Ólafíu var Páll Ingólfsson landfræðingur, ritstjóri, f. 24. september 1940, d. 20. febrúar 2022. Foreldrar hans voru Ingólfur Kristjánsson, f. 8. september 1889, d. 9. janúar 1954 og Katrín María Magnúsdóttir, f. 13. október 1895, d. 17. mars 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.