Ólöf Oddgeirsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólöf Oddgeirsdóttir.

Ólöf Oddgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, myndlistarmaður fæddist 27. apríl 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Oddgeir Ólafsson vélaeftirlitsmaður, f. 27. júní 1924, d. 7. júlí 2001, og Guðbjörg Einarsdóttir læknaritari, f. 17. apríl 1919, d. 6. nóvember 1992.

Ólöf varð gagnfræðingur í Ármúlaskóla í Rvk 1970, nam í framhaldsdeild Lindargötuskóla í Rvk 1970-1972, lauk námi í H.S.Í. i október 1975. Hún stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1989 til 1994.
Hún var hjúkrunarfræðingur á kvennadeild og handlækningadeild Lsp frá nóvember 1975 til janúar 1980, á lyflæknisdeild Sjúkrahússins í Eyjum desember 1980 til nóvember 1981, Heilsugæslunni í Árbæ í Rvk febrúar 1982 til ágúst 1985, á Kleppsspítala og Reykjalundi um skeið, á geislaeiningu krabbameinsdeildar Lsp frá nóvember 1985, (þannig 1988).
Hún var í sýningarnefnd FÍM, Félagi íslenskra myndlistarmann frá 1996 og var formaður sýningarnefndar 1997-1999.
Ólöf hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum, í galleríi sínu á Þrúðvangi, auk þess í Listasal Mosfellsbæjar og verið driffjöður við samsýningar erlendra listamanna í Mosfellsbæ. Hún hefur unnið markvisst að uppbyggingu listar í Mosfellsbæ, bæði með sýningum og kennslu. Hún hefur hlotið listamannalaun og var kjörin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2007. Hún á m.a. verk á ýmsum stofnunum í Mosfellsbæ.
Þau Magnús giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Maður Ólafar er Magnús Hlíðdal Magnússon rafvirki, f. 15. október 1950. Foreldrar hans voru Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon frá Langa-Hvammi, sjómaður, f. 11. júlí 1910, d. 13. maí 1995, og kona hans Halldóra Halldórsdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja, f. 6. janúar 1913 í Hátúni á Húsavík, d. 15. mái 2000.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 16. desember 1976.
2. Einar Magnússon, f. 15. ágúst 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Google.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.