Ævar Karlesson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ævar Karlesson frá Akureyri, húsasmíðameistari, sjómaður fæddist þar 25. júlí 1946.
Foreldrar hans voru Karles Ferdinand Tryggvason frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði, iðnverkamaður, mjólkurfræðingur á Akureyri, f. 15. október 1909, d. 13. janúar 1991 og kona hans Lilja Jónasdóttir frá Leyningi í Eyjafirði, húsfreyja, f. 22. september 1917, d. 28. janúar 1993.

Ævar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíði á Akureyri, varð sveinn 1968 og meistari 1971.
Ævar vann til sjós og við iðn sína.
Þau Erna giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Akureyri, fluttu til Eyja 1971, bjuggu á Hásteinsvegi 56 við Gos 1973, fluttu til Reykjavíkur í nokkra mánuði í Gosinu 1973, en þá vann Ævar í Eyjum. Þau fluttu síðan til Akureyrar, bjuggu þar til 1983. Þá fluttu þau til Eyja, bjuggu við Bröttugötu 23.
Erna lést 1989. Ævar býr á Foldahrauni 42.

I. Kona Ævars, (1967), var Erna Sigurlásdóttir frá Reynistað, húsfreyja, verkakona f. 23. september 1947, d. 19. júní 1989.
Börn þeirra:
1. Kolbrún Lilja Ævarsdóttir húsfreyja, leiðbeinandi í skóla, nú starfsmaður á líkamsræktarstöð, f. 26. maí 1968. Maður hennar Sigurður Líndal Sveinsson.
2. Linda Hrönn Ævarsdóttir húsfreyja, starfsmaður á barnaheimili, f. 6. maí 1969. Maður hennar Gylfi Anton Gylfason.
3. Þuríður Sif Ævarsdóttir býr á Eskifirði, aðstoðarverslunarstjóri, f. 22. nóvember 1974. Sambúðarkona Helga Björk Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.