Sigurður Líndal Sveinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Líndal Sveinsson, úr Rvk, bakari, vélstjóri fæddist 3. nóvember 1970.
Foreldrar hans Sveinn Líndal Jóhannesson, f. 31. október 1945, og Hlín Gunnarsdóttir, f. 12. september 1946.

Sigurður lærði bakaraiðn, lauk síðar prófi frá Vélskólanum í Reykjavík.
Hann er vélstjóri á Sigurði VE.
Þau Olga voru í sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Kolbrún giftu sig 2002, eignuðust eitt barn. Þau búa við Brimhólabraut 37.

I. Fyrrum sambúðarkona Sigurðar var Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir, kennari, f. 18. ágúst 1975, d. 1. júlí 2019. Foreldrar hennar Stefán Ólafsson rafvirkjameistari, f. 3. maí 1946, og kona hans Sigurlína Hólmfríður Axelsdóttir, húsfreyja, f. 27. maí 1949.
Barn þeirra:
1. Sóley Diljá Sigurðardóttir, f. 2. júlí 1997.

II. Kona Sigurðar, (26. júlí 2002), er Kolbrún Lilja Ævarsdóttir, húsfreyja, f. 26. maí 1968.
Barn þeirra:
2. Erna Hlín Sigurðardóttir, háskólanemi, f. 26. júlí 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.