Ástríður Sæunn Ástbjartsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Sæunn Ástbjartsdóttir húsfreyja, leikskólakennari fæddist 8. apríl 1951.
Foreldrar hennar Ástbjartur Sæmundsson skrifstofumaður, framkvæmdastjóri, verslunarstjóri, aðalgjaldkeri, f. 7. febrúar 1926, d. 9. ágúst 2019, og kona hans Magnea Rósbjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1929, d. 21 september 2010.

Börn Magneu og Ástbjarts:
1. Pétur Ástbjartsson, f. 29. júní 1949. Kona hans Hrafnhildur Hjartardóttir.
2. Ástríður Sæunn Ástbjartsdóttir, f. 8. apríl 1951. Maður hennar Jón Þór Hallsson.
3. Bjarni Valur Ástbjartsson, f. 17. júní 1954. Kona hans Nongnart-U-Kosakul.
4. Gylfi Ástbjartsson, verkfræðingur, f. 14. ágúst 1963. Kona hans Hafdís Helga Ólafsdóttir.
5. Hjalti Ástbjartsson, f. 8. desember 1967. Kona hans Bryndís Emilsdóttir.

Þau Jón Þór giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Akranesi.

I. Maður Ástríðar Sæunnar er Jón Þór Hallsson frá Akranesi, endurskoðandi, f. 22. ágúst 1951. Foreldrar hans Ágúst Hallur Bjarnason, f. 20. ágúst 1929, d. 28. apríl 2017, og Guðrún Jóna Vilhjálmsdóttir, f. 20. apríl 1931, d. 21. apríl 2023.
Börn þeirra:
1. Rúnar Magni Jónsson, f. 10. október 1976.
2. Bjarki Þór Jónsson, f. 26. mars 1979.
3. Hallur Heiðar Jónsson, f. 8. júní 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.