Ásdís Þórðardóttir (fasteignasali)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásdís Þóðardóttir.

Ásdís Þórðardóttir löggiltur fasteignasali, húsfreyja fæddist 2. janúar 1948 í Uppsölum við Faxastíg 7 og lést 7. júlí 1991 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þórður Sigfús Þórðarson hárskerameistari, f. 19. mars 1925 í Reykjavík, d. 24. september 1994, og kona hans Theodóra Elísabet Bjarnadóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, kaupmaður, f. 3. janúar 1924, d. 13. júní 2011 í Reykjavík.

Ásdís var með foreldrum sínum.
Hún var skiptinemi í Bandaríkjunum 1966-1967, lauk námi í Verslunarskóla Íslands, varð stúdent þar 1970, öðlaðist löggildingu í fasteignasölu og skipasölu 1990.
Ásdís var flugfreyja hjá Flugleiðum í nokkur ár. Þau Jón stofnuðu Fasteignamarkaðinn í Reykjavík 1982 og ráku hann.
Ásdís var stofnfélagi Lionklúbbsins Eikar 1985, sat í Félagsmálaráði Garðabæjar og Kvenfélagi Garðabæjar.
Hún var Fjallkona Garðabæjar 17. júní 1990.
Þau Jón giftu sig 1973, eignuðust tvö börn og Jón eitt kjörbarn. Þau bjuggu í fyrstu við Álfhólsveg 107 í Kópavogi, en bjuggu síðan í Hegranesi 24 í Garðabæ.
Ásdís lést 1991.

I. Barnsfaðir Ásdísar er Ellert Björgvinsson Schram, f. 10. október 1939.
Barn þeirra:
1. Arnar Þór Jónsson, f. 2. maí 1971.

II. Maður Ásdísar, (25. ágúst 1973), er Jón Guðmundsson frá Neskaupstað, löggiltur fasteignasali, f. 20. apríl 1942. Foreldrar hans Guðmundur Helgi Sigfússon, f. 25. ágúst 1909, d. 10. maí 1980, og kona hans Sigríður Jónsdóttir, f. 30. október 1910, d. 27. mars 1975.
Börn þeirra:
1. Arnar Þór Jónsson (sjá ofar) kjörsonur Jóns, f. 2. maí 1971. Kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir.
2. Guðmundur Theodór Jónsson, f. 24. nóvember 1974. Barnsmóðir hans Birna Björk Hauksdóttir.
3. Sigríður Ásdís Jónsdóttir, f. 27. nóvember 1977. Maður hennar Jón Óskar Hinriksson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.