Þorgerður Árnadóttir (Hlaðbæ)
Þorgerður Árnadóttir frá Brúnavík í N-Múlasýslu, húsfreyja í Hlaðbæ og á Geirlandi fæddist 7. júní 1887 í Brúnavík og lést 25. júní 1962.
Foreldrar hennar voru Árni Steinsson bóndi, útgerðarmaður í Brúnavík og Bakkakoti í Borgarfirði eystra, f. 25. maí 1860, d. 19. október 1939 og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1862.
Þorgerður var með vinnukonunni móður sinni í Brúnavík 1890, í Bakkakoti með foreldrum sínum 1901.
Hún giftist Stefáni 1910 og fluttist til Eyja á því ári. Stefán hafði flust fyrst til Eyja frá Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum 1907.
Þorgerður bjó með Stefáni, Þuríði móður hans og Óskari Hafsteini Einarssyni bróðursyni Stefáns í Hlaðbæ 1910. Þar ól hún Árna Þórð 1911, en í lok ársins bjuggu þau á Geirlandi.
Þau fluttust til Borgarfjarðar eystra 1914, voru í Bakkagerði þar 1915. Þorgerður var húsfreyja á Glettinganesi 1920 með Stefáni, Árna föður sínum og nokkrum systkinum sínum. Þar var einnig Þuríður Jónsdóttir móðir Stefáns.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1927. Þau bjuggu á Hverfisgötu 64a 1930, síðast á Snorrabraut 32.
Þorgerður lést 1962 og Stefán 1968.
Maður Þorgerðar, (8. október 1910), var Stefán Þórðarson formaður, bóndi, síðan eftirlitsmaður í Reykjavík, f. 18. apríl 1886, d. 10. nóvember 1968.
Börn þeirra voru:
1. Árni Þórður Stefánsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 11. september 1911 í Hlaðbæ, d. 12. maí 1982.
2. Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. desember 1913 á Geirlandi, d. 28. febrúar 2007.
3. Þórhallur Ragnar Stefánsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 4. nóvember 1915 í Bakkagerði á Borgarfirði eystra, d. 4. október 1988.
4. Ragnheiður Stefánsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. apríl 1930, d. 3. júlí 2018.
Fósturbarn þeirra 1910 var
5. Óskar Hafsteinn, sonur Einars bróður Stefáns, f. 6. september 1908 í Stöðvarsókn í S-Múl, d. 27. nóvember 1932. Hann var hjá þeim fyrst eftir komuna til Eyja, en var með foreldrum sínum næstu árin. Að lokum fór hann í fóstur til Sigurðar Jónssonar móðurbróður síns á Krossalandi í Lóni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.