Árni Ásmundsson (Löndum)
Árni Ásmundsson, verslunarmaður fæddist 21. desember 1951 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ásmundur Friðriksson, skipstjóri, f. 17. nóvember 1909, d. 17. nóvember 1963, og síðari kona hans Þórhalla Friðriksdóttir (Halla), húsfreyja, f. 15. apríl 1915, d. 7. nóvember 1999.
Börn Þórhöllu og Ásmundar:
1. Ása Ásmundsdóttir, f. 7. febrúar 1950, d. 20. júní 2024.
2. Árni Ásmundsson, f. 21. desember 1951.
Hálfsystkini :
1. Friðrik Ásmundsson, f. 26. nóvember 1934, d. 19. nóvember 2016.
2. Elín Hólmfríður Ásmundsdóttir, f. 6. mars 1937.
3. Harpa Þorvaldsdóttir, kjörbarn Þórhöllu, f. 8. febrúar 1938.
Þau Margrét Ágústa giftu sig, eignuðust ekki barn saman, en hún eignaðist barn áður, og Árni ættleiddi það.
Árni býr í Reykjanesbæ.
I. Kona Árna var Margrét Ágústsdóttir, kaupmaður, framkvæmdastjóri, f. 19. júní 1956, d. 15. ágúst 2017. Foreldrar hennar Ágúst Guðjónsson, f. 1. ágúst 1929, d. 8. janúar 2013, og Hulda Guðmundsdóttir, f. 17. október 1927, d. 20. október 2015.
Barn þeirra, kjörbarn Árna:
1. Ágúst Páll Árnason, f. 9. september 1976.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.