Ágústa Olsen
Ágústa Olsen húsfreyja, verslunarmaður, fulltúi hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar fæddist 22. september 1934 í Hfirði og lést 10. mars 2008.
Foreldrar hennar Olga Laufey Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1910, d. 16. maí 1988, og Marinó Olsen, f. 8. október 1907, d. 22. febrúar 1954.
Ágústa eignaðist barn með Jóhanni Georg 1953.
Hún eignaðist barn með Jóni 1955.
Ágústa flutti til Eyja 1957.
Þau Þorsteinn giftu sig 1959, eignuðust tvö börn saman. Þau bjuggu við Höfðaveg 6 til Goss, fluttu þá til Hfjarðar.
I. Barnsfaðir Ágústu er Jóhann Georg Möller Sigurðsson, f. 28. apríl 1934, d. 22. mars 2018.
Barn þeirra:
1. Jakob Jónatan Möller Jóhannsson, f. 7. janúar 1953.
II. Barnsfaðir Ágústu var Jón Halldórsson, f. 21. ágúst 1936, d. 26. desember 2020.
Barn þeirra:
2. María Sigrún Jónsdóttir, f. 7. janúar 1955.
III. Maður Ágústu er Þorsteinn Sigurðsson, f. 28. júlí 1940.
Börn þeirra:
3. Hafdís Þorsteinsdóttir, f. 27. október 1959.
4. Ásthildur Þorsteinsdóttir, f. 13. desember 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.