Einar Marinó Steingrímsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Marinó Steingrímsson frá Efsta-Samtúni í Glæsibæjarhreppi, Eyjaf., sjómaður, verkamaður fæddist 26. janúar 1903 og lést 7. apríl 1970.
Foreldrar hans voru Steingrímur Pálsson frá Kolgrímastöðum í Eyjafirði, verkamaður, síðar á Akureyri, f. 17. febrúar 1868 í Saurbæjarsókn í Eyjaf., d. 15. október 1942, og kona hans Helga Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1871 í Hrafnagilshreppi í Eyjaf, d. 13. janúar 1925.

Einar Marinó var með foreldrum sínum á Lundi á Akureyri 1910, í húsi Páls Jónsson á Akureyri 1920, flutti til Eyja 1930. Hann var sjómaður á Reynistað við Vesturveg 9a 1930, síðar verkamaður í Reykjavík.
Þau Ágústa Olga giftu sig 1930, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Reynistað, fluttu til Reykjavíkur 1937.
Einar Marinó lést 1970 og Ágústa Olga 2003.

I. Kona Einars, (8. nóvember 1930), var Ágústa Olga Þorkeldóttir frá Reynistað, húsfreyja, f. 25. ágúst 1909 á Vegamótum, d. 14. nóvember 2003 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Börn þeirra voru:
1. Helga Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, verslunarmaður, f. á Reynistað 15. febrúar 1931, d. 10. ágúst 2014. Maður hennar var Gísli Árnason, f. 13. október 1928, d. 27. janúar 1998.
2. Laufey Hrefna Einarsdóttir húsfreyja, f. 7. janúar 1938. Maður hennar var Jóhann Guðmundsson, f. 14. nóvember 1936, d. 4. júlí 2021.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 21. nóvember 2003. Minning Ágústu Olgu.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.