Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gunnar Gunnarsson og Steinunn Eyjólfsdóttir.

Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi 1 fæddist 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður, f. 24. janúar 1893 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 3. apríl 1983, og kona hans Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, húsfreyja, f. 7. mars 1892, d. 14. apríl 1985.

Börn Eyjólfs og Guðrúnar voru:
1. Leifur Eyjólfsson skólastjóri, f. 6. mars 1922.
2. Erlingur Eyjólfsson rennismíðameistari, f. 31. júlí 1924 á Höfðabrekku, d. 15. mars 2001.
3. Eyjólfur Eyjólfsson, f. 16. nóvember 1926 á Vestmannabraut 72, d. 18. júlí 1946.
4. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.

Steinunn var með foreldrum sínum á Vestmannabraut 72 í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1947.
Foreldrar hennar fluttu til Stokkseyrar 1947 og bjuggu í Móhúsum þar á meðan þau biðu eftir húsnæði á Selfossi. Hún fluttist til þeirra í Móhús og til Selfoss 1948.
Þar vann hún á skrifstofu hjá Kaupfélaginu til 1952, er hún giftist Gunnari bónda.
Gunnar tók við búinu Selfoss 1 af foreldrum sínum 1952 og þau Steinunn voru bændur þar alla búskapartíð sína.
Gunnar lést 2019.

Maður Steinunnar, (14. september 1952), er Gunnar Gunnarsson bóndi á Selfossi 1, f. 14. september 1928, d. 30. desember 2019. Foreldrar hans voru Gunnar Símonarson bóndi á Selfossi 1, f. 31. desember 1898, d. 13. desember 1950, og kona hans Ástríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1895, d. 8. mars 1978.
Börn þeirra:
1. Atli Gunnarsson málari á Selfossi, f. 5. mars 1953. Kona hans Kristín Eva Sigurðardóttir.
2. Guðrún Ásta Gunnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Hveragerði, f. 17. maí 1957. Maður hennar Grétar Halldórsson.
3. Erna Gunnarsdóttir húsfreyja og skógarbóndi í Skálmholti, f. 12. maí 1964. Maður hennar Jón Árni Vignisson.
4. Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 29. maí 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.