Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Gunnar Gunnarsson og Steinunn Eyjólfsdóttir.

Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi 1 fæddist 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður, f. 24. janúar 1893 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 3. apríl 1983, og kona hans Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, húsfreyja, f. 7. mars 1892, d. 14. apríl 1985.

Börn Eyjólfs og Guðrúnar voru:
1. Leifur Eyjólfsson skólastjóri, f. 6. mars 1922.
2. Erlingur Eyjólfsson rennismíðameistari, f. 31. júlí 1924 á Höfðabrekku, d. 15. mars 2001.
3. Eyjólfur Eyjólfsson, f. 16. nóvember 1926 á Vestmannabraut 72, d. 18. júlí 1946.
4. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.

Steinunn var með foreldrum sínum á Vestmannabraut 72 í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1947.
Foreldrar hennar fluttu til Stokkseyrar 1947 og bjuggu í Móhúsum þar á meðan þau biðu eftir húsnæði á Selfossi. Hún fluttist til þeirra í Móhús og til Selfoss 1948.
Þar vann hún á skrifstofu hjá Kaupfélaginu til 1952, er hún giftist Gunnari bónda.
Gunnar tók við búinu Selfoss 1 af foreldrum sínum 1952 og þau Steinunn voru bændur þar alla búskapartíð sína.
Gunnar lést 2019.

Maður Steinunnar, (14. september 1952), er Gunnar Gunnarsson bóndi á Selfossi 1, f. 14. september 1928, d. 30. desember 2019. Foreldrar hans voru Gunnar Símonarson bóndi á Selfossi 1, f. 31. desember 1898, d. 13. desember 1950, og kona hans Ástríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1895, d. 8. mars 1978.
Börn þeirra:
1. Atli Gunnarsson málari á Selfossi, f. 5. mars 1953. Kona hans Kristín Eva Sigurðardóttir.
2. Guðrún Ásta Gunnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Hveragerði, f. 17. maí 1957. Maður hennar Grétar Halldórsson.
3. Erna Gunnarsdóttir húsfreyja og skógarbóndi í Skálmholti, f. 12. maí 1964. Maður hennar Jón Árni Vignisson.
4. Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 29. maí 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.