Leifur Eyjólfsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Leifur Eyjólfsson.

Leifur Eyjólfsson skólastjóri fæddist 6. mars 1922 á Ytri Sólheimum í Mýrdal og lést 16. ágúst 2017 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður, f. 24. janúar 1893 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 3. apríl 1983, og kona hans Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, húsfreyja, f. 7. mars 1892, d. 14. apríl 1985.

Börn Eyjólfs og Guðrúnar voru:
1. Leifur Eyjólfsson skólastjóri, f. 6. mars 1922, d. 16. ágúst 2017.
2. Erlingur Eyjólfsson rennismíðameistari, f. 31. júlí 1924 á Höfðabrekku, d. 15. mars 2001.
3. Eyjólfur Eyjólfsson, f. 16. nóvember 1926 á Vestmannabraut 72, d. 18. júlí 1946.
4. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.

Leifur var með foreldrum sínum á Ytri-Sólheimum til 1923, fluttist þá með þeim til Eyja.
Hann var með þeim á Höfðabrekku til 1926, en síðan á Vestmannabraut 72.
Leifur varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum 1940, tók kennarapróf 1943.
Hann nam uppeldis- og kennslufræði við kennaraskóla og háskóla í Gautaborg 1946-1947 og sótti þar fimleikanámskeið, nam við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn1974-1975. Leifur var kennari við barnaskólann á Selfossi frá 1943, stundakennari við unglingaskóla og iðnskóla þar, en stundaði verslunarstörf á sumrin. Þá var hann bíóstjóri við Selfossbíó 1952-1953.
Hann var skólastjóri barnaskólans og miðskólans á Selfossi frá 1959-starfsloka 1989.
Leifur var einn af stofnendum Skátafélagsins Faxa í Eyjum, félagsforingi skátafélagsins Fossbúar á Selfossi frá stofnun 1948-1956, formaður Ungmennafélags Selfoss 1944-1949, formaður sjúkrasamlagsins 1958-1970, barnaverndarnefndar 1947-1951, skattanefndarmaður frá 1959 og enn 1986. Hann sat í kjörstjórn Selfosshrepps 1966, formaður 1972 og 1978. Hann lést 16. ágúst 2017.

Kona Leifs, (21. febrúar 1953), er Ásdís Pálína Guðnadóttir húsfreyja, skólaritari, f. 23. febrúar 1931. Foreldrar hennar voru Guðni Þorsteinsson múrarameistari á Selfossi, f. 27. janúar 1897, d. 27. febrúar 1985, og kona hans Þorbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1894, d. 21. júní 1984.
Börn þeirra:
1. Hallbera Stella Leifsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 12. ágúst 1952.
2. Linda Guðbjörg Leifsdóttir húsfreyja á Sauðárkróki, f. 11. desember 1953.
3. Leifur Eyjólfur Leifsson rafvirkjameisari á Selfossi, f. 13. febrúar 1955.
4. Erlingur Jens Leifsson byggingaverkfræðingur, f. 14. nóvember 1956.
5. Guðrún Erla Leifsdóttir BA í ensku, ritari, f. 10. október 1961.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.