Salgerður Arngrímsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2020 kl. 20:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2020 kl. 20:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Salgerður Sveinbjörg Arngrímsdóttir (Sala)''' frá Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ, húsfreyja fæddist þar 20. október 1905 og lést 25. mars 1981.<br>...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Salgerður Sveinbjörg Arngrímsdóttir (Sala) frá Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ, húsfreyja fæddist þar 20. október 1905 og lést 25. mars 1981.
Foreldrar hennar voru Arngrímur Sveinbjörnsson bóndi, f. 17. júní 1868 í Ey í Landeyjum, d. 11. febrúar 1937, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1862 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. janúar 1939.

Börn Guðrúnar og Arngríms:
1. Engilbert Arngrímsson, f. 17. ágúst 1899, d. 14. maí 1920, drukknaði af smábát í Höfninni.
2. Sigurjón Arngrímsson, f. 25. október 1903, d. 2. nóvember 1903.
3. Salgerður Arngrímsdóttir, (Sala á Kirkjubæ) húsfreyja á Kirkjubæ, kona Jóns Nikulássonar, f. 20. október 1905, d. 25. mars 1981.
Móðursystkini Salgerðar í Eyjum:
1. Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 28. febrúar 1855, mun hafa látist í Utah.
2. Einar Jónsson bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859, d. 8. ágúst 1937, kvæntur Árnýju Einarsdóttur.
3. Bjarni Jónsson í Norðurgarði, bóndi og málari í Utah, f. 19. apríl 1863.
4. Þorkell Jónsson bóndi á Gjábakka, f. 1. október 1867. Hann fluttist til Vesturheims. Kona hans var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1864.
5. Salgerður Jónsdóttir vinnukona á Kirkjubæ, í Hólshúsi og Frydendal, f. 28. desember 1869 á Litlu-Hólum í Mýrdal, var í Eyjum við fermingu 1884, fluttist til Reykjavíkur frá Frydendal 1889, vinnukona. Hún finnst ekki síðar.
Föðurbróðir Salgerðar:
1. Sigurður Sveinbjörnsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 20. júní 1865, d. 11. júní 1933.

Salgerður var með foreldrum sínum á Kirkjubæ í æsku, var í Reykjavík 1930.
Þau Jón giftu sig 1940, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ, byggðu hús suðvestur af gamla bænum og bjuggu þar uns Gosið eyddi. Þá fluttust þau til Reykjavíkur, bjuggu í Hraunbæ 10.
Jón lést 1978 og Salgerður 1981.

I. Maður Salbjargar, (26. mars 1940), var Jón Nikulásson frá Kljá í Helgafellssveit, sjómaður, f. 6. þar ágúst 1903, d. 1. júlí 1978.
Barn þeirra:
1. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1940.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.