„Ritverk Árna Árnasonar/Eyjólfur Jónsson (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Eyjólfur Jónsson''' bóndi á Vesturhúsum fæddist 18. ágúst 1862 og lést 1906.<br> Foreldrar hans voru Jón Þorgeirsson bóndi á [...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:
3. [[Eyjólfur Eyjólfsson (Vesturhúsum)|Eyjólfur]], f. 29. júní 1896, d. 9. maí 1933. Hann var í Hafnarfirði. Kvæntur. <br>
3. [[Eyjólfur Eyjólfsson (Vesturhúsum)|Eyjólfur]], f. 29. júní 1896, d. 9. maí 1933. Hann var í Hafnarfirði. Kvæntur. <br>
4. [[Jón Vestmann Eyjólfsson (Vesturhúsum)|Jón Vestmann]], f. 26. mars 1898. Hann lést 11. maí 1911, hinn mesti mannsefnispiltur.<br>
4. [[Jón Vestmann Eyjólfsson (Vesturhúsum)|Jón Vestmann]], f. 26. mars 1898. Hann lést 11. maí 1911, hinn mesti mannsefnispiltur.<br>
'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br>
Eyjólfur Jónsson fór snemma í úteyjar og vandist fuglaveiðum og fjallaferðum. Ekki var hann samt álitinn neinn garpur til veiða, en duglegur. Við hann er kenndur veiðistaður í [[Álsey]] er [[Eyfanef|„Eyfanef“]] heitir. Fann Eyjólfur þennan stað, sem hefir verið ágætur fram til síðustu ára og mikið notaður. Þar veiddi undirritaður sína hæstu veiði um ævina 740 lunda. Nú er staðurinn í afturför vegna óþekktra ástæðna. Eyjólfur var dugandi maður og við veiðar alls konar, þó aldrei yrði hann snillingur með háfinn.<br>
{{Árni Árnason}}
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Íslendingabók.is
*Íslendingabók.is

Útgáfa síðunnar 9. ágúst 2013 kl. 18:28

Eyjólfur Jónsson bóndi á Vesturhúsum fæddist 18. ágúst 1862 og lést 1906.
Foreldrar hans voru Jón Þorgeirsson bóndi á Oddstöðum, f. 1808 á Rauðhálsi í Mýrdal, d. 6. júní 1866 í Vanangri, og síðari kona hans, Margrét Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1832 í Steinasókn u. Eyjafjöllum, d. 15. febrúar 1919.
Eyjólfur var uppeldissonur Jóns Jónssonar bónda í Gvendarhúsi og konu hans Sesselju Jónsdóttur.
Eyjólfur er skráður 8 ára niðursetningur hjá þeim 1870.

Kona Eyjólfs var Valgerður húsfreyja á Vesturhúsum, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.
Börn Eyjólfs og Valgerðar voru:
1. Eiríkur, f. 1888. Hann týndist í Ameríku.
2. Magnúsína, f. 16. september 1892, d. 9. febrúar 1968. Hún var gift Einari skipstjóra á varðskipinu ,,Ægi“. Þau skildu.
3. Eyjólfur, f. 29. júní 1896, d. 9. maí 1933. Hann var í Hafnarfirði. Kvæntur.
4. Jón Vestmann, f. 26. mars 1898. Hann lést 11. maí 1911, hinn mesti mannsefnispiltur.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Eyjólfur Jónsson fór snemma í úteyjar og vandist fuglaveiðum og fjallaferðum. Ekki var hann samt álitinn neinn garpur til veiða, en duglegur. Við hann er kenndur veiðistaður í Álsey er „Eyfanef“ heitir. Fann Eyjólfur þennan stað, sem hefir verið ágætur fram til síðustu ára og mikið notaður. Þar veiddi undirritaður sína hæstu veiði um ævina 740 lunda. Nú er staðurinn í afturför vegna óþekktra ástæðna. Eyjólfur var dugandi maður og við veiðar alls konar, þó aldrei yrði hann snillingur með háfinn.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit



Heimildir

  • Íslendingabók.is
  • Manntöl.
  • Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan, Reykjavík 1979-1980.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.