„Oddgeir Magnús Þorsteinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Oddgeir Magnús Þorsteinsson. '''Oddgeir Magnús Þorsteinsson''' frá Bjarmalandi, verkamaður, sjómaður, útgerðarma...)
 
m (Verndaði „Oddgeir Magnús Þorsteinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2019 kl. 16:29

Oddgeir Magnús Þorsteinsson.

Oddgeir Magnús Þorsteinsson frá Bjarmalandi, verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður, verktaki fæddist þar 16. október 1936 og lést 29. ágúst 2001 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason frá Akranesi, sjómaður, f. þar 8. apríl 1914, d. 25. apríl 1975, og sambýliskona hans Marta Sonja Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010 í Reykjavík.

Börn Mörtu Sonju og Þorsteins:
1. Oddgeir Magnús Þorsteinsson sjómaður, síðar verktaki í Reykjavík, f. 16. október 1936, d. 29. ágúst 2001, ókv.
2. Gísli Einarsson Þorsteinsson, f. 20. nóvember 1938. Kona hans Ingibjörg Sæmundsdóttir.
3. Erling Þór Þorsteinsson, f. 2. nóvember 1940, d. 4. nóvember 2018. Kona Ragnheiður K. Tómasdóttir, látin.
4. Stúlka, f. 1942, d. sama ár.
5. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 24. júní 1944, búsettur í Svíþjóð.
6. Halldór Þorsteinsson, f. 5. mars 1946. Maki Anna Björgvinsdóttir.
7. Sonja Þorsteinsdóttir, f. 22. maí 1947. Maki Sigurvin Ármannsson.

Oddgeir var með foreldrum sínum í æsku, á Bjarmalandi, í Langa-Hvammi og Götu, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1943.
Hann fór til sjós að loknu skyldunámi og réri víða. Hann eignaðist síðan trillu og stærri báta og réri frá Suðurnesjum og Hvammstanga.
Oddgeir vann síðar við verktöku á jarðvegs- og malarflutningum í mörg ár, en að síðustu vann hann við viðgerðir og viðhald tækja hjá Garðhúsinu hf., fyrirtæki í eigu Þorsteins bróður síns.
Síðustu ár sín bjó hann hjá Mörtu Sonju móður sinni í Austurbrún 6.
Oddgeir Magnús lést 2001, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.