Erling Þór Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erling Þór Þorsteinsson.

Erling Þór Þorsteinsson frá Götu, verkamaður, múrari í Höfnum og Reykjavík fæddist 2. nóvember 1940 í Götu og lést 4. nóvember 2018 að Breiðavík 31 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason frá Akranesi, sjómaður, járnsmiður, f. þar 8. apríl 1914, d. 24. mars 1975, og sambýliskona hans Marta Sonja Magnúsdóttir frá Dvergasteini, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010 á Hrafnistu í Reykjavík.

Börn Mörtu Sonju og Þorsteins:
1. Oddgeir Magnús Þorsteinsson sjómaður, síðar verktaki í Reykjavík, f. 16. október 1936, d. 29. ágúst 2001. Hann var ókv. og barnlaus.
2. Gísli Einarsson Þorsteinsson bóndi á Vindási í Hvolhreppi 1968-85, múrari í Reykjavík og Kópavogi, f. 20. nóvember 1938. Fyrrum kona hans Ingibjörg Sæmundsdóttir. Sambýliskona Malee Suwannatha.
3. Erling Þór Þorsteinsson múrari, f. 2. nóvember 1940, d. 4. nóvember 2018. Fyrrum kona Jóhanna Þorbjörg Sigurðardóttir. Síðari kona var Ragnheiður K. Tómasdóttir, látin.
4. Stúlka, f. 1942, d. sama ár.
5. Þorsteinn Þorsteinsson vélvirki, verkamaður í Svíþjóð, f. 24. júní 1944, ókv.
6. Halldór Þorsteinsson sjómaður í Höfnum, verkamaður, múrari og verktaki í Reykjavík, rekur fyrirtækið Lóðaþjónustan og vinnur við lóðafrágang, f. 5. mars 1946 í Reykjavík. Fyrrum sambýliskona Sigrún Dúna Karlsdóttir. Kona hans Anna Lillían Björgvinsdóttir.
7. Sonja Þorsteinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, verkakona, sjálfstæður atvinnurekandi á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík, f. 22. maí 1947. Maki Sigurvin Ármannsson.

Erling var með foreldrum sínum í Götu og flutti með þeim til Reykjavíkur 1943.
Hann vann verkamannavinnu og við múrverk, bjó í Höfnum, Eyjum og Reykjavík. Þau Raghheiður bjuggu á Kirkjuvegi 14 í Eyjum 1979 og enn 1986.

Erling Þór var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Jóhanna Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1944 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Sigurður Gestur Sigurjónsson verkamaður, f. 28. ágúst 1904, d. 28. september 1982 og Þórdís Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 6. september 1908 í Ólafsvík, d. 5. janúar 1993.
Barn þeirra:
1. Þórdís Erlingsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjanesbæ, f. 6. október 1962 í Keflavík. Fyrrum sambýlismaður hennar Jón Valgeirsson sjómaður, stýrimaður, f. 4. júlí 1959 í Keflavík.

II. Síðari kona Erlings Þórs, (20. janúar 1972), var Ragnheiður Kristín Tómasdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. febrúar 1947 á Minni-Borg í Grímsnesi, d. 15. september 1998 í Reykjavík. Foreldrar hennar Tómas Halldór Jónsson bifreiðastjóri, vélaviðgerðarmaður, verkamaður, f. 16. október 1921, d. 22. janúar 1994, og Sigríður Kristín Oscarsdóttir Christiansen húsfreyja, f. 7. júní 1929, d. 14. ágúst 2006.
Börn þeirra:
2. Elísabet Dröfn Erlingsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1974 í Eyjum, hefur búið á Laugarvatni og á Miðhúsum í Bláskógábyggð . Fyrrum maður hennar Jón Hafsteinn Ragnarsson.
3. Konný Sif Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. febrúar 1980 í Eyjum. Sambýlismaður Davíð Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. janúar 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Símon Gísli Ólafsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.