Magnús Jónsson (Rafnsholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Magnús Jónsson frá Rafnsholti, Kirkjuvegi 66, matvælatæknir fæddist þar 25. apríl 1940.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon frá Sólvangi, vinnuvélastjóri, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.

Börn Sigurlaugar og Jóns:
1. Hildur Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1935 í Nýborg.
2. Kristín Björg Jónsdóttir, f. 22. nóvember 1936 í Nýborg.
3. Unnur Alexandra Jónsdóttir, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti.
4. Magnús Jónsson, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti.
5. Sigurjón Jónsson, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi 1956, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1961.
Hann nam matvælatæknifræði í Þýskalandi, tók síðar próf í Reykjavík til skipstjórnar minni báta.
Magnús stofnaði og rak niðursuðufyrirtækið Alfa í Eyjum til Goss og síðar í Grindavík, hætti þar starfsemi þess og varð verkstjóri hjá Miðnesi þar í nokkur ár.
Hann keypti trillu og var trillukarl í 15 ár, m.a. fyrir Austurlandi á sumrum.
Á síðari árum var hann starfsmaður Byggðasafnsins í Keflavík og Árnastofnunar í Reykjavík.
Þau Elín giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Rafnsholti, síðan á Ásavegi 12 til Goss.
Þau fluttust að Stokkseyri, bjuggu þar í tvö ár, þá í Grindavík í fimm ár, en hafa síðan búið í Keflavík.

I. Kona Magnúsar, (19. desember 1960), er Elín Halldórsdóttir frá Pétursey, húsfreyja, f. þar 10. desember 1941.
Börn þeirra:
1. Sandra Magnúsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 6. júní 1961 að Ásavegi 12. Maður hennar er Ívar Brynjólfsson.
2. Jón Magnússon skipstjóri, verkamaður á Keflavíkurflugvelli, f. 29. desember 1963. Kona hans er Juanita Bauptista frá Filippseyjum.
3. Heba Magnúsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 22. ágúst 1965. Maður hennar er Indro Candi, ítalskrar ættar.
4. Halldór Magnússon forritari á Englandi, f. 23. nóvember 1976. Ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.