Magnús Jónsson (Rafnsholti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Magnús Jónsson frá Rafnsholti, Kirkjuvegi 66, matvælatæknir fæddist þar 25. apríl 1940.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon frá Sólvangi, vinnuvélastjóri, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.

Börn Sigurlaugar og Jóns:
1. Hildur Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1935 í Nýborg.
2. Kristín Björg Jónsdóttir, f. 22. nóvember 1936 í Nýborg.
3. Unnur Alexandra Jónsdóttir, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti.
4. Magnús Jónsson, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti.
5. Sigurjón Jónsson, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi 1956, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1961.
Hann nam matvælatæknifræði í Þýskalandi, tók síðar próf í Reykjavík til skipstjórnar minni báta.
Magnús stofnaði og rak niðursuðufyrirtækið Alfa í Eyjum til Goss og síðar í Grindavík, hætti þar starfsemi þess og varð verkstjóri hjá Miðnesi þar í nokkur ár.
Hann keypti trillu og var trillukarl í 15 ár, m.a. fyrir Austurlandi á sumrum.
Á síðari árum var hann starfsmaður Byggðasafnsins í Keflavík og Árnastofnunar í Reykjavík.
Þau Elín giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Rafnsholti, síðan á Ásavegi 12 til Goss.
Þau fluttust að Stokkseyri, bjuggu þar í tvö ár, þá í Grindavík í fimm ár, en hafa síðan búið í Keflavík.

I. Kona Magnúsar, (19. desember 1960), er Elín Halldórsdóttir frá Pétursey, húsfreyja, f. þar 10. desember 1941.
Börn þeirra:
1. Sandra Magnúsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 6. júní 1961 að Ásavegi 12. Maður hennar er Ívar Brynjólfsson.
2. Jón Magnússon skipstjóri, verkamaður á Keflavíkurflugvelli, f. 29. desember 1963. Kona hans er Juanita Bauptista frá Filippseyjum.
3. Heba Magnúsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 22. ágúst 1965. Maður hennar er Indro Candi, ítalskrar ættar.
4. Halldór Magnússon forritari á Englandi, f. 23. nóvember 1976. Ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.