Kristín Jónsdóttir (Rafnsholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Björg Jónsdóttir frá Rafnsholti við Kirkjuveg 64, húsfreyja, loftskeytamaður fæddist 22. nóvember 1936 á Þingvöllum við Njarðarstíg 1.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Sólvangi, vinnuvélastjóri, skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.

Börn Sigurlaugar og Jóns:
1. Hildur Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1935 á Þingvöllum.
2. Kristín Björg Jónsdóttir, f. 22. nóvember 1936 á Þingvöllum.
3. Unnur Alexandra Jónsdóttir, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti.
4. Magnús Jónsson, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti.
5. Sigurjón Jónsson, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi 1952, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1956 og pófum loftskeytamanna.
Þau Bjarni giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.

I. Maður Kristínar, (31. desember 1957, skildu), er Bjarni Eiríkur Sigurðsson kennari, f. 27. júní 1935. Foreldrar hans voru Sigurður Kristmar Eiríksson verkamaður í Rvk, f. 20. nóv. 1892, d. 18. júní 1970, og barnsmóðir hans Ingunn Bjarnadóttir húsfreyja og tónskáld, f. 25. marz 1905, d. 29. apríl 1972.
Fósturfaðir Bjarna var Hróðmar Sigurðsson kennari í Hveragerði, f. 14. maí 1912, d. 28. nóv. 1957.
Börn þeirra:
1. Hróðmar Bjarnason, f. 8. maí 1958. Hann rekur fyrirtækið Eldhestar.
2. Sigurjón Bjarnason skólastjóri, f. 17. sept. 1959.
3. Bjarni Bjarnason sálfræðingur, f. 14. okt. 1965.
4. Daði Bjarnason lögmaður, f. 29. ágúst 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.