Magnús Þórðarson (Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2016 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2016 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til aðgreiningar alnafna.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Þórðarson í Dal var fæddur 21. september 1879 að Tjörnum undir Eyjafjöllum. Magnús kom til Vestmannaeyja árið 1904 og settist þar að.

Magnús byrjaði sína formennsku á vertíðarskipinu Ísak árið 1906. Ári síðar keypti hann Bergþóru en tapaði þeim bát í ofsaveðri 1908, þegar hann sökk aftan í enskum togara. Í kjölfarið keypti hann Karl tólfta og var með hann til vertíðarloka 1914. Þá keypti Magnús Fram sem hann átti að mestu einn og fórst á honum ásamt allri áhöfn 14. janúar 1915. Í upphafi árs 1915 byrjaði hann strax að róa og fiskuðu þeir verulega vel, en með fyrrgreindum afleiðingum var endi bundinn á sjóferil hans.

Magnús var aflakóngur 1913.


Heimildir

  • Jón Sigurðsson. Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Faðir Magnúsar var Þórður húsmaður á Tjörnum undir Eyjafjöllum, síðan bóndi í Ámundakoti í Fljótshlíð og síðast á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 20. ágúst 1853 að Tjörnum, d. 21. október 1901, Loftsson bónda á Tjörnum þar, f. 13. ágúst 1822, d. 21. desember 1912, Guðmundssonar bónda í Strandarhjáleigu, f. 1787, d. 23. ágúst 1835, Halldórssonar, og konu Guðmundar, Þórunnar húsfreyju, f. 1798, d. 17. september 1843, Loftsdóttur.
Móðir Þórðar og kona Lofts á Tjörnum var Vilborg húsfreyja, f. 5. ágúst 1823, d. 12. júní 1890, Þórðardóttir bónda í Seljalandsseli, skírður 31. ágúst 1792, d. 3. júní 1856, Brynjólfssonar, og konu Þórðar í Seljalandsseli, Kristínar húsfreyju, skírð 3. desember 1779, d. 7. ágúst 1843, Erlendsdóttur.

Móðir Magnúsar í Dal og kona Þórðar Loftssonar (1. janúar 1880) var Kristólína frá Miðey í A-Landeyjum, f. 23. október 1859 þar, flutti að Dal í Eyjum 1903 og lést 12. mars 1937, Gísladóttir bónda á Miðhúsum í Stórólfshvolssókn, f. 2. október 1829, d. 9. júlí 1897, Böðvarssonar bónda í Háakoti í Fljótshlíð, skírður 4. október 1793, d. 14. júlí 1836, Guðmundssonar bónda í Dalbæ í Hreppum, f. 1763, Böðvarssonar, og konu Guðmundar í Dalbæ, Guðrúnar húsfreyju, f. 1762, Sigurðardóttur.
Móðir Gísla á Miðhúsum og kona Böðvars í Háakoti var Guðrún húsfreyja þar 1835, f. 19. febrúar 1795, d. 3. september 1872, Gísladóttir bónda í Ormskoti í Fljótshlíð 1801, f. 1747, Jónssonar, og konu Gísla, Ragnhildar húsfreyju, f. 1757, Pálsdóttur.
Móðir Kristólínu í Dal og kona Gísla á Miðhúsum var Elín húsfreyja, f. 30. apríl 1836, d. 18. desember 1916, Jónsdóttir bónda í Miðey, f. 7. júlí 1792, d. 5. janúar 1837, Jónssonar bónda á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, f. 1766, d. 2. apríl 1842, Þorkelssonar, og konu Jóns á Ljótarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1765, d. 18. júlí 1834, Hreinsdóttur.

Kona Magnúsar Þórðarsonar í Dal. (21. desember 1904), var Ingibjörg Bergsteinsdóttir, f. 24. janúar 1879, d. 2. september 1968.

Börn Kristólínu Gísladóttur og Þórðar Loftssonar í Eyjum voru:
1. Magnús Þórðarson formaður í Dal.
2. Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Vestra Stakkagerði, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923, kona Bernótusar Sigurðssonar formanns í Stakkagerði.
3. Kristín Þórðardóttir á Borg, húsfreyja, f. 29. febrúar 1888, d. 14. mars 1948, kona Sigurjóns Högnasonar skrifstofustjóra.
4. Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977, sem kvæntur var Viktoríu Guðmundsdóttur húsfreyju á Aðalbóli og
5. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, fædd 31. ágúst 1894, dáin 4. desember 1984, kona Árna Þórarinssonar hafnsögumanns á Oddsstöðum.
6. Gísli Þórðarson vélstjóri í Dal, fæddur 10. júní 1896, fórst með vélbátnum 13. febrúar 1920. Kona hans var Rannveig Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 19. október 1970, síðar kona Viggós Björnssonar bankastjóra.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.