Jón Jónsson (Djúpadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Jónsson frá Djúpadal, sjómaður fæddist 24. apríl 1899 á Norðfirði og lést. 14. mars 1975.
Foreldrar hans voru Jón Ingimundarson af Suðurnesjum, vinnumaður, síðast á Barðsnesi í Norðfirði, f. 1872, drukknaði 2. desember 1898 í Norðfirði, og kona hans Gróa Pétursdóttir verkakona, f. 18. febrúar 1868, d. 27. desember 1938.

Systkini Jóns voru:
1. Kristmundur Jónsson í Garðsauka.
2. Jóna Jónsdóttir, f. 6. júní 1897, á lífi 1901
Hálfsystkini Jóns, sammædd, voru:
1. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirðri, d. 4. ágúst 1986.
2. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.

Jón fæddist eftir lát föður síns. Hann var með móður sinni á Vestdalseyri í Seyðisfirði 1901 og 1910, fluttist til Eyja 1918.
Þau Sigríður voru í Brúarhúsi (Horninu) í árslok 1927. Hann var á Litlu-Grund við giftingu 1928, í Djúpadal 1930, sagður skilinn að borði og sæng. Hann var enn í Djúpadal 1940, á Herjólfsgötu 7 1945, á Faxastíg 33 1949, en síðast á Elliheimilinu.
Hann lést 1975.

Kona Jóns, (16. júní 1928, skildu), var Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, þá ráðskona Jóns á Litlu-Grund, f. 8. júní 1897 í Stóru-Hlíð í Hún., d. 20. janúar 1974.
Barn þeirra var
1. Bjarney Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1927 á Múla (Bárustíg 14), d. 21. desember 1951 af slysförum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.