Árni Árnason (Djúpadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður fæddist 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð og lést. 5. febrúar 1930.
Foreldrar hans voru Árni Þorláksson af Vatnsleysuströnd, sjómaður, síðar verkamaður í Eyjum, f. 18. júlí 1853, d. 1. mars 1929, og Gróa Pétursdóttir frá Hólshúsum í Flóa, húsfreyja, verkakona í Djúpadal, f. 18. febrúar 1868, d. 27. desember 1938.

Börn Gróu og Árna Þorlákssonar voru:
1. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirðri, d. 4. ágúst 1986.
2. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.

Börn Gróu og Jóns Ingimundarsonar og hálfsystkini Árna í Djúpadal voru:
3. Kristmundur Jónsson sjómaður í Garðsauka, f. 8. ágúst 1895.
4. Jóna Jónsdóttir, f. 6. júní 1897, var á lífi 1901.
5. Jón Jónsson, f. 24. apríl 1899 á Norðfirði, d. 14. mrs 1975. Hann var í Djúpadal 1930, síðast á Elliheimilinu.

Börn Árna Þorlákssonar með fyrri konu sinni Helgu Kjartansdóttur og hálfsystkini Árna í Djúpadal voru:
6. Guðmundur Árnason prestur og barnaskólakennari í Kanada, f. 4. apríl 1880, d. 24. febrúar 1943.
7. Eggert Júlíus Árnason, f. 6. júlí 1885.Hann fór til Vesturheims 1903 frá Brimnesi í Seyðisfirði.
8. María Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík og Garðabæ, f. 24. maí 1888, d. 11. janúar 1981.
9. Þorlákur Árnason verkamaður í Reykjavík, f. 20. maí 1890, d. 2. nóvember 1963.
10. Kristín Margrét Árnadóttir húfreyja í Lambhaga í Kjós og í Reykjavík, f. 23. júní 1893, d. 31. júlí 1972.
11. Kristinn Árnason bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 13. mars 1895, d. 24. júlí 1965.
12. Sigurður Árnason, f. 31. janúar 1897, d. 23. janúar 1902. Hann var í fóstri í Narfakoti í Kálfatjarnarsókn 1901.

Árni var með foreldrum sínum á Seyðisfirði, fluttist með þeim til Eyja 1917, var á Litlu-Grund 1917 og 1918, í Stafholti 1919 og 1920 og í Djúpadal 1921 til dd. Hann lést 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.