„Hrafn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(texti frá Náttúrugripasafninu og nemendum FÍV)
 
(Leiðrétti og bætti við texta)
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 3 notendum)
Lína 1: Lína 1:
{{fuglar}}
{{fuglar}}
Hrafn ''Corvus corax''
Hrafn ''Corvus corax''
Hrafninn er af hröfnungaætt og er lang stærsti spörfugl Íslands auk þess sem hann er mjög algengur um allt landið. Hann er blásvartur, stór, nefmikill og grimmilegur að sjá.Lengd hrafnsins er um 63 cm, þyngdin um 1,2-1,6 kg og vænghafið 44 cm.
Hrafninn er hráæta og ræningi og er hann oftast kominn á staðinn ef hræ liggur á víðavangi. Hann stelur mjög oft eggjum, ungum og bara hverju sem er, hann rænir flest öllu sem hann kemur fyrir í munni sínum. Hrafninn lifir mikið í hópum og eiga þeir yfirleitt náttstaði langt uppi í fjallshlíðum. Í Vestmannaeyjum verpir hrafninn víða, einkum í Höfðanum, Kverkfjalli og í flestum úteyjunum.


Hjúskapur hrafnsins er einkvæni og hann finnur sér stað til hreiðurs í giljum, gljúfrum, klettum og úfnum hraunum. sem hann gætir ávallt vel og heldur mikilli tryggð við. Hreiðrið er byggt úr sprekum, spýtum, þara, lyngi, ull og fleiru. Hrafninn verpir snemma á vorin, í apríl og er hann oft fyrstur fugla til varps. Eggin eru 4-6, eggjaskurnið er blágrænt eða grænt með dökkbrúnum eða mosagrænum dílum. Ungarnir koma fiðurlausir og hjálpvana í heiminn en yfirgefa hreiðrið u.þ.b 5 vikna gamlir. Ekki eru sérstakar nytjar af hrafninum. Hann nýtur þó mikillar virðingar hér á landi eins og sést í mörgum íslenskum kvæðum og þjóðsögum.
Hrafninn er af hröfnungaætt og er langstærsti spörfugl Íslands auk þess sem hann er mjög algengur um allt landið. Hann er blásvartur, stór, nefmikill og grimmilegur að sjá. Lengd hrafnsins er um 63 cm, þyngdin um 1,2-1,6 kg og vænghafið 44 cm.
Hrafninn er hrææta og ræningi og er hann oftast fljótur á staðinn ef hræ liggur á víðavangi. Hann stelur mjög oft eggjum, ungum og bara hverju sem er; hann rænir flestöllu sem hann kemur fyrir í goggi sínum. Hrafnar hópa sig mikið saman og eiga þeir yfirleitt náttstaði langt uppi í fjallshlíðum. Í Vestmannaeyjum verpir hrafninn víða, einkum í [[Stórhöfði|Höfðanum]], [[Kervíkurfjall|Kervíkurfjalli]] og í flestum úteyjunum.
 
Hjúskapur hrafnsins er einkvæni og hann finnur sér stað til hreiðurs í giljum, gljúfrum, klettum og úfnum hraunum. Hann gætir hreiðursins ávallt vel og heldur mikilli tryggð við það. Hreiðrið, sem nefnist ''laupur'', er byggt úr sprekum, spýtum, þara, lyngi, ull og fleiru. Hrafninn verpir snemma á vorin, í apríl og er hann oft fyrstur fugla til varps. Eggin eru 4-6, eggjaskurnið er blágrænt eða grænt með dökkbrúnum eða mosagrænum dílum. Ungarnir koma fiðurlausir og hjálparvana í heiminn en yfirgefa hreiðrið u.þ.b. 5 vikna gamlir. Ekki eru sérstakar nytjar af hrafninum. Hann nýtur þó mikillar virðingar hér á landi eins og sést í mörgum íslenskum kvæðum og þjóðsögum.
[[Flokkur:Fuglar]]

Núverandi breyting frá og með 11. júlí 2006 kl. 11:35

Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Hrafn Corvus corax

Hrafninn er af hröfnungaætt og er langstærsti spörfugl Íslands auk þess sem hann er mjög algengur um allt landið. Hann er blásvartur, stór, nefmikill og grimmilegur að sjá. Lengd hrafnsins er um 63 cm, þyngdin um 1,2-1,6 kg og vænghafið 44 cm. Hrafninn er hrææta og ræningi og er hann oftast fljótur á staðinn ef hræ liggur á víðavangi. Hann stelur mjög oft eggjum, ungum og bara hverju sem er; hann rænir flestöllu sem hann kemur fyrir í goggi sínum. Hrafnar hópa sig mikið saman og eiga þeir yfirleitt náttstaði langt uppi í fjallshlíðum. Í Vestmannaeyjum verpir hrafninn víða, einkum í Höfðanum, Kervíkurfjalli og í flestum úteyjunum.

Hjúskapur hrafnsins er einkvæni og hann finnur sér stað til hreiðurs í giljum, gljúfrum, klettum og úfnum hraunum. Hann gætir hreiðursins ávallt vel og heldur mikilli tryggð við það. Hreiðrið, sem nefnist laupur, er byggt úr sprekum, spýtum, þara, lyngi, ull og fleiru. Hrafninn verpir snemma á vorin, í apríl og er hann oft fyrstur fugla til varps. Eggin eru 4-6, eggjaskurnið er blágrænt eða grænt með dökkbrúnum eða mosagrænum dílum. Ungarnir koma fiðurlausir og hjálparvana í heiminn en yfirgefa hreiðrið u.þ.b. 5 vikna gamlir. Ekki eru sérstakar nytjar af hrafninum. Hann nýtur þó mikillar virðingar hér á landi eins og sést í mörgum íslenskum kvæðum og þjóðsögum.