Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 20:56, 12 December 2016 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, húsfreyja, fæddist 7. mars 1892 og lést 14. apríl 1985.
Foreldrar hennar voru Erlingur Brynjólfsson bóndi á Kaldrananesi, síðan á Ytri-Sólheimum, f. 28. nóvember 1861 á Stóru-Heiði í Mýrdal, d. 27. mars 1927 á Ytri-Sólheimum, og kona hans Hallbera Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 24. desember 1863 í Reynisdal í Mýrdal, d. 15. febrúar 1952 í Reykjavík.

Guðrún var með foreldrum sínum í Kaldrananesi til 1905, á Ytri-Sólheimum 1905-1921, gift kona þar 1921-1922.
Þau Eyjólfur giftu sig 1921 og voru bændur á Ytri-Sólheimum 1922-1923.
Þau eignuðust Leif þar 1922.
Þau fluttust til Eyja 1923 og bjuggu á Höfðabrekku til 1926, en voru komin á Vestmannabraut 72 í lok ársins. Þar bjuggu þau uns þau fluttust til Stokkseyrar um 1947 og til Selfoss 1948. Þar bjuggu þau síðast.
Eyjólfur lést 1983 og Guðrún 1985.

Maður Guðrúnar, (9. október 1921), var Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður, f. 24. janúar 1893 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 3. apríl 1983.
Börn þeirra:
1. Leifur Eyjólfsson skólastjóri, f. 6. mars 1922.
2. Erlingur Eyjólfsson rennismíðameistari, f. 31. júlí 1924 á Höfðabrekku, d. 15. mars 2001.
3. Eyjólfur Eyjólfsson, f. 16. nóvember 1926 á Vestmannabraut 72, d. 18. júlí 1946.
4. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.