Guðrún Jónsdóttir (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2013 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2013 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Jónsdóttir''' húsfreyja í Kastala, fæddist 21. apríl 1825 í Elínarhúsi og lést fyrir manntal 1890. <br> Foreldrar hennar voru [[Jón Ólafsson (Elín...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Kastala, fæddist 21. apríl 1825 í Elínarhúsi og lést fyrir manntal 1890.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson tómthúsmaður í Elínarhúsi, f. 10. ágúst 1799, d. í júlí 1825, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883.

Guðrún var með móður sinni og stjúpföður Jóni Jónssyni í Norðurgarði 1835 og 1840, vinnukona í Kastala 1845 og á Gjábakka 1850.
Hún var gift kona í Norðurgarði með Hjálmari Filippussyni manni sínum 1855.
Við manntal 1860 var Guðrún 36 ára ekkja í Kastala og hjá henni var eins árs dóttir hennar Hjálmfríður Hjálmarsdóttir.
Guðrún var 45 ára ekkja, „sjálfrar sín, þiggur af sveit‟ á Fögruvöllum 1870.
1880 var hún 55 ára ekkja, húskona í Hólshúsi og var á sveitarstyrk.
Hún var ekki talin 1890.

Guðrún og Valgerður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ voru hálfsystur, sammæddar.

Maður Guðrúnar var Hjálmar Filippusson sjávarbóndi í Norðurgarði 1855, f. 1810, d. 29. ágúst 1859.
Börn þeirra hér:
1. Hjálmar Hjálmarsson, f. 5. mars 1851 á Gjábakka, d. 13. mars 1851.
2. Magnús Hjálmarsson, f. 19. mars 1853 í Norðurgarði, d. 26. mars 1853.
3. Guðrún Hjálmarsdóttir, f. 10. ágúst 1854 í Norðurgarði, d. 17. ágúst 1854.
4. Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 23. júní 1857 í Norðurgarði, d. 30. júní 1857.
5. Hjálmfríður Hjálmarsdóttir í Kastala, f. 18. október 1859 í Kastala, d. 6. mars 1922 í Spanish Fork í Utah.


Heimildir