Gísli Ásmundsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. mars 2014 kl. 18:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. mars 2014 kl. 18:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gísli Ásmundsson''' bóndi á Vilborgarstöðum var skírður 26. mars 1801 og lést 23. maí 1844.<br> Foreldrar hans voru Ásmundur Jónsson bóndi á Kirk...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Ásmundsson bóndi á Vilborgarstöðum var skírður 26. mars 1801 og lést 23. maí 1844.
Foreldrar hans voru Ásmundur Jónsson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar vinnumaður, f. 1766 þar, d. 16. júní 1859 í Borgareyrum u. Eyjafjöllum, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja og síðan vinnukona, en síðast hjá Gísla á Vilborgarstöðum, f. 1766 í Miðey í A-Landeyjum, d. 1. júlí 1840 á Vilborgarstöðum.

Bræður Gísla í Eyjum voru:
1. Halldór Ásmundsson bóndi í Stóra-Gerði, skírður 24. júlí 1793, d. 4. maí 1837.
2. Magnús Ásmundsson vinnumaður í Kastala, f. 1. maí 1795, d. 15. september 1856.

Gísli var niðursetningur á Önundarstöðum í A-Landeyjum 1816.
Hann var vinnumaður í Kornhól 1824, og 1825 giftu þau Helga sig. Á því ári voru þau í húsmennsku í Gerði hjá Halldóri bróður Gísla.
Bóndi var hann síðan á Vilborgarstöðum til dd. 1844. Á árunum 1826-1841 eignuðust þau 11 börn, sem dóu öll á fyrstu dögum lífsins.
Gísli lést 1844.

Kona Gísla, (15. nóvember 1825), var Helga Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum f. 21. febrúar 1801, d. 3. ágúst 1881.
Börn þeirra hér:
1. Eysteinn Gíslason, f. 6. ágúst 1826, d. 15. ágúst 1826 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
2. Jón Gíslason, f. 24. október 1827, d. 11. nóvember 1827 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
3. Kolfinna Gísladóttir, f. 22. nóvember 1829, d. 29. nóvember 1829 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
4. Ingibjörg Gísladóttir, f. 31. maí 1831, d. 10. júní 1831.
5. Birgette Gísladóttir, f. 8. nóvember 1832, d. 19. nóvember 1832 úr ginklofa.
6. Gísli Gíslason, f. 27. maí 1834, d. 11. júní 1834 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
7. Steinunn Gísladóttir, f. 30. september 1835, d. 9. október 1835 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
8. Jón Gíslason, f. 5. nóvember 1836, d. 14. nóvember 1836 „af Barnaveikindum“, líklega ginklofi.
9. Stígur Gíslason, f. 6. mars 1839, d. 13. mars 1839 úr ginklofa.
10. Gísli Gíslason, f. 13. júlí 1840, d. 21. júlí 1840 úr ginklofa.
11. Þórey Gísladóttir, f. 24. september 1841, d. 28. september 1841 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.