Edvin Jóelsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Edvin Jóelsson fæddist 2. júní 1922 og lést 25. mars 1971. Hann bjó á Urðavegi 17 og Hásteinsvegi 6, Kiðjabergi. Foreldrar hans voru Jóel Eyjólfsson og Oktavía Einarsdóttir.

Edvin Jóelsson/Gói á Kirkjubæ/Gói í Svanhól.

Edvin tók mótorvélstjórapróf 1941 og skipstjóranámskeið 1943 í Vestmannaeyjum. Fiskimannapróf tók hann frá Sjómannaskólanum í Reykjavík 1948. Hann var vélstjóri á Kára VE-27 og vélstjóri og stýrimaður á Kára VE 47. Skipstjóri á Álsey 1949-50, Emmu 1951, Helga Helgasyni 1952, var með Skaftfelling 1955-1957 í flutningum og síðast með Lagarfoss 1964. Vann síðast við fiskmat.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Edvin:

Jóels sonur Áls- með ey
Edvins gegnir heiti,
dregur í hið forna fley
fisk úr djúpa reiti.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Þriðja skal njóta niðja
nefna son Jóels, gefna.
Edvin sá heitir svinnur,
seggur, er Skafta leggur,
hríð út í storma stríða,
straumur þó æstur kraumi.
Föng sækir fírinn löngum
fíkinn til Reykjavíkur.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Myndasafn Fanneyjar Ármannsdóttur.
  • KG-mannamyndir 12111.